Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 12
Siglingastofnun íslands er
þjónustustofnun
Hermann Guðjónsson forstjóri skilgreinir
hlutverk nýrrar stofnunar
„Við skilgreinum Siglingastofnun íslands sem þjónustustofnun. Við-
skiptavinir okkar skiptast í nokkra hópa en eiga það sameiginlegt að
vera sjófarendur að einhverju eða öllu leyti,“ sagði Hermann Guðjóns-
son forstjóri Siglingastofnunar íslands sem varð formlega til 1. októ-
ber s.l. Stofnunin er mynduð með samruna Siglingamálastofnunar rík-
isins og Vita- og hafnamálastofnunar.
„Það má segja að landamæri þessara
tveggja stofnana hafi verið við borð-
stokkinn en Siglingamálastofnun hafði
lögsögu þar fyrir innan en við fyrir
utan."
Starfsemi stofnunarinnar verður skipt
niður í fjögur meginsvið; stjórnsýslu-,
tækni-, rekstrar- og skipaskoðunarsvið.
Allir starfsmenn sem þess óska munu
flytjast frá gömlu stofnununum til þeirr-
ar nýju. Þessi breyting tengist öðrum
viðamiklum breytingum sem verið er að
gera á stjórnskipan samgönguráðuneyt-
isins á næstu mánuðum en eftir breyt-
ingu Pósts og síma í hlutafélag munu að-
eins þrjár meginstofnanir heyra undir
ráðuneytið, ein í lofti, ein á láði og sú
þriðja á legi. Þetta eru Flugmálastjórn,
Vegagerðin og Siglingastofnun.
„Fyrst um sinn er ekki gert ráð fyrir
að viðskiptavinir stofnunarinnar verði
varir við miklar breytingar. Við skil-
greinum okkur sem þjónustustofnun á
sviði öryggismála og munum skipu-
leggja okkur í samræmi við það.
Við höfum alltaf unnið mikið með
sjómönnum ekki síður en sveitarstjóm-
armönnum sem koma að hafnargerð."
Allir í Kópavoginn
Öll starfsemi hinnar nýju stofnunar
verður í Vesturvör í Kópavogi þar sem
Vita- og hafnamál hafa verið til húsa
um árabil. Húsnæðið sem hýst hefur
Siglingamálastofnun á Hringbraut verð-
ur rýmt.
„Það má segja að þessi sameining hafi
tvíþættan tilgang. Annað er að gera
stofnunina öflugri og sterkari til að sinna
þjónustuhlutverkinu og hinsvegar að ná
fram sparnaði og hagkvæmni í rekstri.
Báðar stofnanirnar hafa verið að minnka
á undanförnum ámm, sérstaklega Vita-
og hafnamál sem hefur fært verkefni sín
í auknum mæli út á almennan markað.
Nú eru allar verklegar framkvæmdir
boðnar út en við höfum lagt áherslu á að
efla rannsóknir, hönnun og þjónustu-
þáttinn í staðinn. Reynslan hefur verið
sú að þó fjárhagsleg umsvif séu áþekk
því sem var hefur starfsfólki fækkað inn-
an stofnunarinnar."
Býstu við að gera svipaðar breytingar
á þeim þáttum sem áður tilheyrðu Sigl-
ingamálastofnun, þ.e. bjóða út verk-
þætti sem áður var sinnt innanhúss og
fækka þannig starfsfólki?
„Ég vil nú síður gefa yfirlýsingar um
nákvæm áform en það má segja að
breytingar verði í þessum anda. Auðvit-
að verða þættir eins og öryggismál og
vottanir alltaf á vegum ríkisins.
Það er mikið hagsmunamál fyrir út-
gerðina að reglugerðir og kröfur um ör-
yggi sé í lagi. Það má ekki fórna öryggi
sjófarenda en það má heldur ekki gera
óraunhæfar kröfur.
Þessar reglur getur þurft að endur-
skoða og samræma því það er einnig
hagsmunamál að reglur um öryggi og
búnað séu áþekkar í sama heimshluta.
Því þarf að fylgjast með því sem er-
lendar þjóðir eru að gera í þessum efn-
um og taka þátt í samstarfi við þær. Það
getur verið dýrkeypt ef reglugerðum er
breytt án vitundar þjóða sem málið
varðar."
Hagræðing og sparnaður er
markmiðið
Sú breyting sem hefur orðið í fiskiðn-
aði varðandi eftirlit hefur einkum falist
í tilkomu sjálfstæðra skoðunarstofa.
Margir sem starfa í atvinnugreinum eins
og sjávarútvegi hafa einnig kvartað
undan of miklu og flóknu eftirliti þar
sem hver eftirlitsmaðurinn eftir annan
kemur í heimsókn og hver skoðar sitt.
Væri hægt að straumlínulaga eftirlit
Siglingastofnunar í samræmi við þessar
kröfur?
„Það hafa mjög lengi starfað sjálfstæð
flokkunarfélög, s.s. Lloyds og Veritas,
innan sjávarútvegsins. Það má spyrja
hvort þau gætu sinnt víðtækara eftirliti.
Við gerum okkur grein fyrir því að
það er krafa markaðarins að þessi mál
séu skoðuð vel og það munum við gera.
Sú vinna er hinsvegar ekkert komin í
gang og best að fara sér hægt í þessum
efnum."
Verður þegar í stað fjárhagslegur
ávinningur eða spamaður af sameining-
unni?
„Starfsmannafjöldi verður sá sami
fyrst í stað en það er hagræði af því að
vera á einum stað og við spörum strax í
því. Það verður betri nýting á starfsfólki
og ýmisleg hagræðing af því. Húsnæði
12 ÆGIR