Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 11
JULI
MAÐUR MANAÐARINS
fiskframleiðenda, formlega opnuð
eftir endurbyggingu sem staðið hef-
ur í rúmt ár. Af þessu tilefni efndi
SÍF til hópferðar til Frakklands með
fjölda viðskiptavina, velunnara,
blaðamanna og sjávarútvegsráð-
herra.
Stálskip hf. í Hafnarfirði
kaupa Særúnu GK 120 ásamt
760 tonna þorskígilda kvóta. Skip-
ið sjálft er smíðað í A.-Þýskalandi
1959. Eftir kaupin ráða Stálskip yfir
4.600 tonna þorskígilda kvóta.
Fyrsta síldin á haustvertíð-
inni berst á land þegar Börk-
ur NK kemur til Neskaupstaðar með
105 tonn af ágætri síld úr Berufjarð-
arál. Börkur og Jóna Edvalds urðu
fyrst á miðin og fengu bæði afla sem
allur verður unninn til manneldis.
Á fundi NAFO í Pétursborg
er ákveðið að stefna að því
að kvóti verður settur á skip sem
stunda rækjuveiðar á Flæmingja-
grunni. íslendingar, einir aðildar-
þjóða, leggjast gegn þessum áform-
um. Reiknað er með að kvóti ís-
lenskra skipa á svæðinu verðir um
7.000 tonn þegar ákvörðunin tekur
gildi. Það er um þriðjungur áætlaðs
afla 1996.
Hraðfrystihúsið Norðurtang-
inn á ísafirði vill selja 80%
hlutabréfa í fyrirtækinu. Ástæðan er
annarsvegar bág staða þess í kjölfar
erfiðleika og áfalla í útgerð Orra ÍS
og hinsvegar tap á botnfiskvinnslu
sem er uppistaðan í umsvifum fyrir-
tækisins. í pottinum eru 3.000
tonna kvóti, ísfisktogarinn Orri og
miklar fasteignir á ísafirði.
Vinnslustöðin í Vestmanna-
eyjum fær ekki að kaupa
hlutabréf Þróunarsjóðs í Búlands-
tindi á Djúpavogi. Heimamenn í
hópi hluthafa ákváðu að nýta for-
kaupsrétt sinn. Vinnslustöðin hef-
ur haft mikinn áhuga á að fjárfesta
í austfirskum sjávarútvegsfyrirtækj-
um líkt og önnur stór sjávarútvegs-
fyrirtæki.
Maður mánaðarins er Hilmar Helgason nýráðinn forstöðumaður Sjómælinga ís-
lands. Hilmar er fæddur í Borgarnesi 14. maí 1951, sonur hjónanna Helga Ormsson-
ar og Huldu Sveinsdóttur. Hilmar er kvæntur Vilhelmínu R. Ólafsson og þau eiga fimm
börn.
Hilmar tók ungur kúrsinn til sjós, varð starfsmaður Hafskips árið 1972 og lauk prófi
frá Stýrimannaskólanum 1979. Hann var stýrimaður og
skipstjóri á ýmsum skipum félagsins uns það hætti
rekstri. Hann réðist til Sjómælinganna í febrúar 1986 og
fór það sama ár á sex mánaða námskeið í sjómæling-
um í Bandaríkjunum. Námskeið þetta er á vegum sjó-
mælingadeildar bandaríska sjóhersins, ætlað bæði út-
lendingum og heimamönnum.
Síðan hefur Hilmar starfað hjá Sjómælingunum við
mælingar á sjó og eftirvinnslu í landi. Hann hefur verið
skipstjóri á Baldri, mælingabát Sjómælinganna, sem er
gerður út til mælinga á sumrin.
„Mér sýnist að stærsta verkefni Sjómælinganna á
næstu árum verði fólgið í tæknivæðingu og tölvuvæðingu í takt við kröfur tímans og
viðskiptavinanna. Það þurfa helst öll kort að vera á tölvutæku formi. Samskipti og
samvinna þjóða á norðurhveli í sjómælingum er einnig mikilvægur þáttur svo menn
séu ekki hver í sínu horni að vinna sama hlutinn. “
Nú eru starfsmenn Sjómælinganna átta talsins en að sögn Hilmars er stefnt að
því að þeir séu að jafnaði 10-12. Sjómælingarnar eru til húsa á Seljavegi 32
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Þetta er dýrasti farmur sem ég veit til að hafi farið með flugvél. Um 140 þekktir
menn úr þjóðfélaginu, annað ekki, í einni og sömu flugvélinni, jú, einn kvenmaður.
„Flugfarmurinn" var skrautlegur og dýr, toppskipstjórar, aflamenn, þekktir útgerðar-
menn, framkvæmdastjórar og fiskifræðingar. Það á aldrei að leyfa svona stórum hópi
af mikilsverðu fólki að fara saman í flugvél. Það hefði því verið óbætanlegt stórtjón
fyrir allt þjóðfélagið hefði eitthvað óhapp komið fyrir í flugferðinni." Jósafat Hin-
riksson lýsir heimkomu sýningargesta af Nor-Fishing sýningunni i Bergen fyrír mörg-
um árum í Poly-lce, fréttabréfi J. Hinriksson.
„Þeir sem lifa í einslitu samfélagi embættismanna, lækna, endurskoðenda og lög-
manna, svo nokkuð sé nefnt, hafa greinilega lent ( hafvillum - eru langt frá íslenskum
veruleika." Helgi Laxdal fjaiiar um gildi menntunar í VSFI-fréttum.
„Ég skora á þá ráðamenn, sem með þennan málaflokk fara, að sparka nú í aftur-
endann hver á öðrum og gera eitthvað rótttækt í málunum." Árni Bjarnason, 7.
stýrimaður á Akureyrinni, hvetur til úrbóta í fjarskiptamáium í Verinu.
„Ég hef aldrei haft áhuga fyrir því að eignast peninga og aldrei borist á ... Það
verður enginn ríkur á því að þéna en menn geta orðið ríkir af því að spara." Aðal-
steinn Jónsson, Alli ríki á Eskifirði, útskýrir hagfræði fyrir lesendum DV.
ÆGIR 1 1