Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1999, Page 8

Ægir - 01.03.1999, Page 8
rangar. Reyndar vorum við hjá SR- mjöli lítið í kolmunnavinnslunni en það er ljóst að við höfurn enga aðra markaði fyrir kolmunnamjöl en loðnumjölið. Allt er þetta í samkeppni á mörkuðunum. Menn verða að gera sér grein fyrir að það verður ekki enda- laust hægt að taka við hjá fiskimjöls- verksmiðjunum og hlaða upp birgð- um. í slíku er ekkert vit," segir Jón Reynir. Of mikil taugaveiklun? Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað, telur full mikla taugaveiklun vegna verð- lækkunar á fiskimjöli. í sjávarútvegi sé þekkt að verð gangi upp og niður á til- tölulega skömmum tíma og að því hafi fyrirtæki í sjávarútvegi lært að laga sig. „Vissulega kemur verðlækkunin til með að hafa áhrif á síldar- og kolmunnavertíðina. Ég reikna með að rneiri birgðir hafi hlaðist upp hjá þeim fiskimjölsverksmiðjum sem framleiða í „standard"-mjöl; þeir sem geta fram- leitt í hágæðamjöl búa við betri birgðastöðu," segir Björgólfur. Hann tekur undir að hátt verð hafi verið borgað fyrir kolmunnann í fyrra og þar af leiðandi hafi þau fyrirtæki farið betur út úr vertíðinni þá sem höfðu yfir að ráða bæði skipum og verksmiðjum. Björgólfur neitar því samt að ástandið á mjölmörkuðum dragi úr sókninni í kolmunnann í sumar. „Nei, ég tel að menn hljóti að reyna allt hvað hægt er að sækja í kolmunn- ann og byggja upp veiðireynsluna. Síldarvinnslan hefur yfir að ráða skip- um sem geta sótt í kolmunna og við höfum verksmiðjuna. Ég reikna með að þeir sem eru að gera út skip sem eiga minni möguleika í kolmunnann muni síður blanda sér í veiðarnar þeg- ar aðstæðurnar eru svona." Rærö þú öruggu skipi til fiskjar ? RT hf RAFAGNATÆKNI P.O.BOX 8555-128 REYKJAVÍK SÍMI 568 7555 FAX 568 7556 <j Stöðugleikavakt Varar fljótt við of litlum stöðugleika *vegna rangrar hleðslu *vegna siglingarstefnu ‘vegna yfirísingar *vegna lítillar kjölfestu *vegna leka Nýjar vinnsluaðferðir á kolmunna Björgólfur bendir á að aðstæðurnar eigi að vera hvatning til að finna aðrar vinnsluaðferðir á kolmunna en bræðsluna. Reyndar hefur Rannsókn- arráð ríkisins hafnað umsókn Síld- arvinnslunnar hf. um styrk til að kanna möguleika á annarri nýtingu á kolmunna. „Þessu erindi var ekki sinnt en ég sé fyrir mér að fyrirtækin hljóti að reyna alla möguleika til að þróa nýjar vinnsluaðferðir. í ástandi eins og nú er væri gott að geta reynt eitthvað annað en bræðslu á kolmunnanum." Veitum alla veiðarfæraþjónústu Rækjutroll • Fiskitroll • Dragnætur Lobnunætur • Sildarnætur í verslun okkar höfum vift t.d.: Hondfæravörur • Linuvörur • Netavörur Blakkir • Ldsa • Belgi • Sjógalla og vettl- inga • Kebjur • Vira- og víraþjónustu Rokkhopperþjónusta NETAVERKSTÆÐI SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 41 • 260 REYKJANESBÆR SÍMAR: 421 2270 • 421 2470 • 852 3514 FAX: 421 4301 ÓLI: 897 8370 8 A6IR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.