Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1999, Page 19

Ægir - 01.03.1999, Page 19
/ SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Úr KBG í fiskinn Fyrrum háttsettur foringi í rúss- nesku leyniþjónustunni og ráðgjafi Bórisar Jeltsíns hefur verið skipaður yfirmaður rússnesku fiskveiðinefnd- arinnar. Skipun hans í embættið kom í kjölfar mikillar umfjöllunar fjölmiðla um slæmt ástand í fiskiðnaði landsins þar sem viðgeng- ist hefði óskráður útflutningur fisks fyrir hundruð milljarða króna. Meira eftirlit með útflutningi gæti þýtt minna framboð Rússafisks til vinnslu í löndum Vestur-Evrópu. (Fishing News International) Netasalan með nýjan netaniðurleggj ara '\Telasalan ehf. Iiefur hafið söln á 1 \ netaniðurleggjurum fyrir neta- bátaflotann frá NET-OP í Danmörku. Niðurleggjarinn vinnur með þeim hœtti að hann dregur netin frá neta- spilinu oggreiðir um leið úrþeirn áður en þau fara í kassa eða kör. NET-OP niðurleggjarinn er ólíkur öðrum tegundum sem áður hafa verið fluttar til landsins að því leyti að á honum eru tveir rótorar í stað eins. Þetta gerir að verkum að krafturinn eykst sem kemur sér afar vel við erfið- ar aðstæður og þegar þörf er fyrir meiri átök í drættinum. Einnig kemur þessi aukni kraftur sér vel þegar draga þarf netin lengri leið en frá spili, eins og t.d. þegar draga þarf netin upp úr lest. Fyrir grásleppubáta kemur aukinn kraftur sem fylgir því að hafa tvo rót- ora sér vel þegar þari og önnur óhrein- indi setjast í netin. NET-OP niðurleggj- arinn er þó svipaður öðrum niður- leggjurum að því leyti að lása þarf sundur á milli trossa. Áki Thoroddsen, starfsmaður Neta- sölunnar, segir að niðurleggjarinn vinni á við 1-2 menn og því sé mikið hagræði af tækinu fyrir þá sem stunda netaveiðar. Hann segir tækið einnig henta sérstaklega vel fyrir frambyggða báta en koma megi tækinu fyrir á nær öllum gerðum báta. „Niðurleggjarinn er fljótlegur í upp- setningu. Það er gert ráð fyrir að hann sé festur í bómu eða gálga yfir neta- kassanum en einnig má festa hann á braut eða tjakk sem gengur fram og til baka yfir netakassanum svo að netin leggist betur niður," segir Áki. NET-OP niðurleggjarinn kemur í fjórum stærðum sem henta misstórum bátum. Mótorarnir eru vökvaknúnir og er olíuþörfin í minnsta tækinu 17- 20 L/mín, heildarbreiddin er 67 cm og lengdin er 107 cm. Næsta stærð fyrir ofan gerir ráð fyrir 20-25 L/mín, heild- arbreiddin er 79,5 cm og lengdin er 119 cm. Næst stærsti niðurleggjarinn þarf 25-30 L/mín, heildarbreiddin er 92 cm og lengdin er 130 cm. Stærsta gerðin þarf sama glussamagn og sá fyr- ir neðan eða 25-30 L/mín en breiddin er 139 cm og lengdin er 130 cm. Björgólfur Bjömsson og Áki Thoroddsen, sölumenn hjá Netasölunni, Imlda hér á netaniðurleggjaranum á milli sínu. MCm 19

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.