Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 28
Icedan ehf. í Hafnarjirði Hnútalaust net að valda byltingu Hnútalaust net sem lcedan flytur inn og selur. Þorsteinn G. Benediktsson, framkvœmda- stjóri Icedan segir styrk netsins mun meiri en hefBbundins 'hnútanets. Tcedait ehf. í Hafnarfirði er J. fyrirtœki ineð 10 starfsmönnum sem flytur inn búnað í veiðarfœri og aðrar vörur fyrir sjávarútveginn. Icedan framleiðir seiðaskiljur tneð neti bœði fyrir rcekjutroU og fiskitroll en annast einnig uppsetningar á nýj- um „rockhopperi'-lengjum, ásaint við- haldi ágömlunt lengjum. Á síðasta ári fœrði fyrirtœkið út kvíarnar ineð stofnun nýs fyrirtœkis á Nýfundna- landi, Icedan Canada Inc. Fyrirtœkið er í eigin 1200 fennetra húsnœði í St.John's oger í raun spegilmynd af fyrirtœkinu hér á íslandi livað varðar þjónustu og lagenírval, enda með söinu umboð og Icedan hér heitna. „Það sem er óhætt að kalla „spútnik" vöru hjá Icedan er hnúta- lausa dyneema netið frá Net Systems," segir Þorsteinn G. Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá Icedan. „Það er óhætt að segja að nánast öll ný rækjutroll fyrir rækjutogarana sem sett hafa verið upp á undangengnu ári eru með hnútalausa dyneema netið í belgnum og skvernum, þó nokkrir hafi einnig notað netið í vængina. Að- alkostur netsins er sá að það er fléttað, þannig að netið fer ekki í tætiur þegar það rifnar. Einnig er þægilegt að gera við netið þar eð ekki dregst til í þessarri gerð. Styrkur netsins er mikill enda engir hnútar en þeir eru aðal veikleiki nets - það missir um 40% af styrk sínum vegna hnútanna. Það má taka fram að Net Systems er eini fram- leiðandinn af þessarri gerð nets. Ég vil benda á vegna tíðs misskilnings að það er á markaðnum snúið hnútalaust dyneema net sem stenst engan veginn sömu gæði og fléttaða hnútalausa net- ið frá Net Systems," segir Þorsteinn. Hnútalaust í dragnótina Fyrsta dragnótin úr þessu efni var sett upp af S.H veiðarfærum í Grindavík í byrjun mars, fyrir dragnótarbátinn Arnar KE. Nótin er öll sett upp úr hnútalausa dyneema netinu, að pok- anum undanskildum, og segir Þorsteinn að skipstjórinn hafi sagt netið lofa mjög góðu. „Þá fer að stytt- ast í að fyrsti flottrollsbelgurinn úr Dy- neema hnútalausa netinu verði settur upp en um er að ræða 800, 400, 200 og 160 mm möskvastærðir." Nokkur skip nota fléttað PE hnúta- laust svart net í trollpokann. Árangur- inn segir Þorsteinn að sé sá að netið haldi fiski mun betur enda breytist möskvarnir ekki. Einnig fari þessi gerð nets mun betur með hold fisksins. Um þessa mynd má kannski segja að öllu ganmi fylgi nokkur alvara vegna þess að hér heldur Þorsteinn G. Benediktsson, framkvcvmdastjóri Icedan, á neti úr ofurefhinu dyneema sem hefði þurft lyftara til að lyfta efum vœri að ræða hefðbundið net. 28 M3ÁIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.