Ægir - 01.03.1999, Page 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Netagerðin Ingólfur:
Samstarfssamningur við
netaframleiðanda í Kína
'ATetagerðiti Ingólfur í Vestmanna-
1 \ eyjum gerði á dögunutn samn-
ing við stóran netaframleiðanda í
Kína um samstarf. Netagerðin Ingólf-
ur hefur wn tveggja ára skeið keypt
nótaefni frá kínverska fyrirtœkinu en
œtlunin er að í sumum tilfellum
verði settar upp heilar nœtur í Kína,
undir eftirliti Netagerðarinnar og
fluttar hingað til lands. Birkir Agn-
arsson, framkvœmdastjóri Netagerð-
arinnar Ingólfs, segir samstarfið
koma til með að skiia umtalsvert
lœgra verði á nótum en sést liafi á
hérlendum markaði.
Netagerðin Ingólfur þekkir vel sam-
starf við erlendar netagerðir því um 7
ára skeið hefur verið haft samstarf við
fyrirtækið Swannet á írlandi um gerð á
flotvörpum. Birkir bindur miklar vonir
við samstarfið við King Chou í Kína,
sérstaklega á nótaveiðisviðinu.
„Fyrirtækið er stór nótaframleið-
andi og hefur starfsemi í Taiwan, Kína,
Malasíu og á fleiri stöðum. Vinnuaflið
í Kína er mun ódýrara en hér heima
og því getum við boðið næturnar á
mun betra verði en þekkt er hér á
markaðnum," segir Birkir.
Aðspurður hvort fyrirtækið sé ekki
að gefa frá sér vinnu með því að fara
með uppsetninguna tii Kína segir
hann svo ekki vera. „Við teljum okkur
ná aukinni sölu og þá koma viðhalds-
verkefni í framhaldinu. Vonandi verð-
ur þessi samningur okkar tromp," seg-
ir hann.
í sumar munu starfsmenn frá Neta-
gerðinni Ingólfi fara til að leiðbeina
Kínverjunum í uppsetningu á nótum
en hringnæturnar eru að sjálfsögðu
hannaðar af Netagerðinni Ingólfi.
„Við munum leiðbeina Kínverjunum
og vonandi fáum við til baka þekk-
ingu á þeirra verkefnum og getum lært
af þeim. Að mínu mati getur samstarf-
ið leitt til gagnkvæmrar uppbyggingar
á þekkingu," segir Birkir.
Þessa dagana segir Birkir mikil verk-
efni hjá Netagerðinni Ingólfi og gildir
það um öll þrjú verkstæði fyrirtækis-
ins, þ.e. á Þórshöfn, Fáskrúðsfirði og í
Vestmannaeyjum. Verkefnin snúast
fyrst og fremst um nótaveiðiflotann
enda segir Birkir að fyrirtækið leggi
mesta áherslu á þjónustu við þann
flota.
TÆKNIBÚNAÐUR
RAFMÓTORAR
HRAÐASTÝRINGAR
AFLROFAR
StærtSir: 0,18 - 900 kW
Jl llll
Mllll
Nánari upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum:
www.ronning.is & www.abb.com
./m RÖNNINC
ÁCilU 33