Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Netagerðin Ingólfur: Samstarfssamningur við netaframleiðanda í Kína 'ATetagerðiti Ingólfur í Vestmanna- 1 \ eyjum gerði á dögunutn samn- ing við stóran netaframleiðanda í Kína um samstarf. Netagerðin Ingólf- ur hefur wn tveggja ára skeið keypt nótaefni frá kínverska fyrirtœkinu en œtlunin er að í sumum tilfellum verði settar upp heilar nœtur í Kína, undir eftirliti Netagerðarinnar og fluttar hingað til lands. Birkir Agn- arsson, framkvœmdastjóri Netagerð- arinnar Ingólfs, segir samstarfið koma til með að skiia umtalsvert lœgra verði á nótum en sést liafi á hérlendum markaði. Netagerðin Ingólfur þekkir vel sam- starf við erlendar netagerðir því um 7 ára skeið hefur verið haft samstarf við fyrirtækið Swannet á írlandi um gerð á flotvörpum. Birkir bindur miklar vonir við samstarfið við King Chou í Kína, sérstaklega á nótaveiðisviðinu. „Fyrirtækið er stór nótaframleið- andi og hefur starfsemi í Taiwan, Kína, Malasíu og á fleiri stöðum. Vinnuaflið í Kína er mun ódýrara en hér heima og því getum við boðið næturnar á mun betra verði en þekkt er hér á markaðnum," segir Birkir. Aðspurður hvort fyrirtækið sé ekki að gefa frá sér vinnu með því að fara með uppsetninguna tii Kína segir hann svo ekki vera. „Við teljum okkur ná aukinni sölu og þá koma viðhalds- verkefni í framhaldinu. Vonandi verð- ur þessi samningur okkar tromp," seg- ir hann. í sumar munu starfsmenn frá Neta- gerðinni Ingólfi fara til að leiðbeina Kínverjunum í uppsetningu á nótum en hringnæturnar eru að sjálfsögðu hannaðar af Netagerðinni Ingólfi. „Við munum leiðbeina Kínverjunum og vonandi fáum við til baka þekk- ingu á þeirra verkefnum og getum lært af þeim. Að mínu mati getur samstarf- ið leitt til gagnkvæmrar uppbyggingar á þekkingu," segir Birkir. Þessa dagana segir Birkir mikil verk- efni hjá Netagerðinni Ingólfi og gildir það um öll þrjú verkstæði fyrirtækis- ins, þ.e. á Þórshöfn, Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum. Verkefnin snúast fyrst og fremst um nótaveiðiflotann enda segir Birkir að fyrirtækið leggi mesta áherslu á þjónustu við þann flota. TÆKNIBÚNAÐUR RAFMÓTORAR HRAÐASTÝRINGAR AFLROFAR StærtSir: 0,18 - 900 kW Jl llll Mllll Nánari upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum: www.ronning.is & www.abb.com ./m RÖNNINC ÁCilU 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.