Ægir - 01.03.1999, Page 34
Hægt að skera úr
skipsskrúfunni
á fullri ferð!
itt afnýjum þjónustufyrirtœkj-
um við sjávarútveginn hér á
landi er fyrirtœkið Aflauki ehf. í
Kópavogi. Það sérhœfir sig í innflutn-
ingi og sölu á ýmsum tœknUausnum
fyrir skip og báta.
Eitt það nýstárlegasta sem Aflauki
selur er hnífasett sem fest er við skrúf-
una í bátum og gerir að verkum að ef
veiðarfæri fara í skrúfuna þá skera
hnífarnir sjálfvirkt úr skrúfunni. „Ég
er búinn að setja þennan búnað í þrjá
báta og ég veit dæmi þess að menn
hafi lent í að keyra yfir netatrossur án
þess að fá í skrúfuna," segir Jón Ingi
Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri
Aflauka. Hann segir hnífana ekki að-
eins skipta máli varðandi hættuna á
að flækja veiðarfæri í skrúfuna heldur
geti búnaðurinn líka losað skrúfuna
við þang.
Lítið þekktur búnaður hérlendis er
ATLANTIC ISLAND «hf
Sírni: 481 3566 - Fax: 481 3567 ■ GSM: 897 7235
P.O. Box: 36 - 902 Vestmannaeyjar
1200
2000
Atlantíc
kúlurnar
sterku
Söluskrifstofa
§. Óhfánsson sf.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Sími: 4812121-Fax: 481 1497 -GSM 8944621
Tölvupóstur gstef@Qentrum.is
P.D. Box 36 - 902 Vestmannaeyjum
Þekkt vandamál hjá skipum og bátwn er
að fá veiðarfœri í skrúfuna. Þessi búnaður
sker sjálfvirkt úr skrúfunni ef veiðarfœri
flœkist í henni.
háþrýstbúnaður sem smyr togvíra.
Búnaðinn flytur Aflauki inn en þetta
er atriði sem Jón Ingi segir að útgerðir
verði að hyggja að vegna þess að tog-
vírar ryðgi frekar ef þeir eru ekki
smurðir. „Ég var um daginn um borð í
togara sem var að skipta út togvírum
sem voru orðnir ryðgaðir að innan,
þrátt fyrir að vera aðeins fimm mán-
aða gamlir."
Vökvaþrýstikerfi eru um borð í öll-
um skipum og bátum og æ meira af
búnaði byggir á vökvaþrýstimótorum.
Þegar veiðarfæri stækka getur sú staða
komið upp á vökakerfi séu ekki nógu
öfiug en kominn er á markað búnaður
sem gerir að verkum að hægt er að
magna upp þrýsting í vökvakerfi án
þess að skipta um dælubúnað. Þennan
búnað flytur Aflauki inn og segir Jón
Ingi að hægt sé að magna verulega
upp þrýsting.
„Magnararnir eru settir á kerfið sem
næst vökvatjökkunum og þannig næst
mesta aukningin," segir Jón Ingi.
Magnarar fyrir vökvaþrýstikerfi.
34 Mcm