Ægir - 01.03.1999, Side 36
úti í þrjú og hálft ár á sama sviði, þar
af eitt og hálft ár hjá skólanum og hin
árin tvö hjá Nofi Tromsö AS, þar sem
ég vann einnig að sölu- og markaðs-
málum. Á árunum 1990-1993 var ég
með í nánast öllum þeim rannsóknar-
leiðöngrum sem farnir voru á norsk-
um togurum við þróun skiljunnar.
Nofi AS í Tromsö tók þátt í þróun skilj-
unnar frá upphafi og stofnaði ásamt
öðru fyrirtæki og uppfinningamann-
inum Roger Larsen fyrirtækið Selfi AS
sem seinna fékk einkaleyfi á skilj-
unni."
Af orðum Jóns Einars má ráða að
þessi fyrirtæki séu brautryðjendur í
heiminum í gerð smáfiskaskilja og því
má segja að Jón Einar hafi fyrstur ís-
lendinga flutt þessa þekkingu til
landsins.
í samvinnu við Hafrannsóknastofn-
un og Síldarvinnsluna hf. voru fyrstu
tilraunir hérlendis með Sort-X smá-
fiskaskiljuna gerðar um borð í Bjarti
NK 121 sumarið 1994. Þær tilraunir
komu mjög vel út og þegar Jón Einar
flutti til landsins gerðist hann um-
boðsmaður fyrir Selfi As. á íslandi og
Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. er
eina fyrirtækið hér á landi sem hefur
leyfi til að framleiða skiljuna.
Jón Einar segir að veiðafæragerð á
íslandi sé einsdæmi að því leyti að að-
eins hér sé þetta iðngrein.
„Hvergi sem ég þekki til annars
staðar er svo. Hins vegar eru víða mjög
góðir fagmenn þótt þeir hafi ekki farið
í gegnum skóla og þá vantar þar af
leiðandi vissulega ýmsa bóklega þekk-
ingu en óhætt er að segja að íslenskir
netagerðarmenn séu eftirsóttir erlend-
is.
Sífellt þróaðri veiðarfæri
- Hver hefur þróunin í gerð veiðarfæra
verið?
„Það má kannski segja að stærsta
þróunin sem verið hefur á undanförn-
um árum sé þróun á skiljum fyrir ýms-
ar gerðir togveiðarfæra og þeirri þróun
fylgir að menn geta í dag nánast
< 36
<
rnm
Steindór Bjömsson, netagerðarmeistari, við sniáfiskaskilju frá Netagerð FV.
skammtað sér þá stærð af fiski sem
þeir vilja veiða og einnig tegundir. Þá
hafa einnig verið þróuð ný efni til
veiðarfæragerðar en það eru svokölluð
„ofurefni" sem hafa það í för með sér
að hægt er að nota grennra garn, sem
þýðir léttari veiðafæri og minni mót-
staða í sjónum. Svo sterk eru sum
þessara efna að þau koma jafnvel í
stað víra. Einnig hafa veiðarfærin
stækkað með stærri skipum á undan-
förnum árum."
Fyrirtækin of smá
- Hver er staða íslenskra netagerða?
„Það sem helst háir netagerðum á
íslandi er að fyrirtækin eru of smá.
Netagerðirnar þyrftu að vera stærri og
ég held að sú þróun eigi eftir að verða
að netagerðunum muni fækka og
fyrirtækin stækka. Útgerðarfyrirtækin
hafa stækkað og krafan um hag-
kvæmni eykst á öllum sviðum og til
þess að geta boðið betri þjónustu og
ódýrari vörur þurfi einingarnar að vera
stærri. Stærri fyrirtæki hafa einnig
meira svigrúm til að stunda eigin
vöruþróun. Einnig háir það greininni
að of margir milliliðir eru frá framleið-
anda á vörum til veiðarfæragerðar og
útgerðanna. Netagerðirnar ættu að
vera heildsalar framleiðendanna
þannig að við gætum keypt vöruna
beint af framleiðanda og selt áfram til
útgerða en í dag eru margir milliliðir í
þessu ferli. Oft þurfum við að kaupa
vörurnar af umboðsmönnum sem
einnig, í mörgum tilfellum, selja vör-
una beint til útgerðanna og mörg
netaverkstæði lenda í því að selja ein-
göngu vinnu. Umboðsmönnum hefur
fækkað hér á landi og ég held að sú
þróun muni halda áfram. Nútíma
samskiptatækni ýtir undir það."
Ari Sigurjónsson vinnur í djúpnót Barkar
NK.