Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 19

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 19
ÆGISVIÐTALIÐ síðar á Sléttanesinu á Þingeyri. Kokkur var Margrét um borð hjá föður sínum á sumrin og segist hafa kunnað ágætlega við sig á sjónum. „Sumir sögðu að það væri beinlínis heimilislegt að hafa konu í eldhús- inu. En ég kunni vel við mig á sjónum enda var ég á sjónum yfir sumartímann þegar var örugg veiði og oftast sæmilegt veður. Þetta var og er ekki nein níu til fimm vinna, eins og í landi og það átti vel við mig,“ segir Margrét. Vestfirðir ekki svipur hjá sjón Margrét var á sjónum á þeim tíma þegar vestfirsku togararnir sóttu aflann á gjöful mið úti fyrir fjörðun- um og komu með hann ísaðan að landi eftir fáeina daga til vinnslu. Allir þekkja hvað gerst hefur síðan - smám saman hefur dregið úr kvótanum vestra og sóknarmynstrið breyst með tilheyrandi hnignum landvinnslunnar. „Eg viðurkenni það fúslega að ég hefði ekki viljað vera án þeirrar reynslu að hafa verið á sjó á þessum tíma og upplifað lífið við sjávarsíðuna eins og það var á Vestfjörðum. Þá gerðist það að við krakkarnir feng- um frí í skólanum til að bjarga verðmætum í frysti- húsinu ef mikill fiskur barst að landi. Ég er næsta viss um að það heyrðist hljóð úr horni hjá Evrópusam- bandinu ef slíkt yrði gert í dag,“ segir Margrét og hún heldur áfram að ræða stöðu Vestfjarða. „Mér finnst hreinlega sorglegt að fylgjast með um- ræðunni um Vestfirði í fjölmiðlum. Ég hef reyndar ekki komið vestur í dálítinn tíma en það er nægjan- legt að horfa á íbúatölurnar til að sjá hvernig þessu hefur hnignað. Bolungarvík var á mínum uppvaxtar- árum blómstrandi bæjarfélag og mikil uppbygging en núna hefur íbúunum fækkað talsvert og ekki útlit fyrir breytingu þar á.“ Tímaritið Ægir örlagavaldur! Margrét var á togurunum á sumrin en á veturna starf- aði hún hjá Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar í Reykjavík og fékk með því nokkuð víða sýn á málefni landvinnslunnar. Smám saman segist hún hafa gert sér grein fyrir hve víðfeðm og spennandi grein sjávar- útvegurinn væri og því fór hún að velta fyrir sér möguleikum á námi í greininni. Tímaritið Ægir varð reyndar örlagavaldur Margrétar því í einu tölublað- inu rakst hún á viðtal við Islending sem hafði verið í námi í sjávarútvegsfærðum í Tromsö og lýsing á náminu þótti henni álitleg. Teningunum var kastað og til Tromsö fór hún. Margrét viðurkennir fúslega að í störfum eftir námið hafi það komið sér vel að hafa fengið á sínum tíma innsýn í fiskvinnslu og hvernig störfin gangi fyrir sig á sjónum. „Það er lágmark fyrir fólk sem ætl- ar að leggja fyrir sig nám á sjávarútvegssviðinu að hafa reynslu af störfum við sjávarútveg. Fólk verður að hafa verið „niðri á gólfinu" ef það ætlar sér að takast á hendur stjórnunarstörf í greininni." „Ætla að verða fyrsti kvensjávarútvegsráðherra íslands!" Margrét settist á skólabekk í Tromsö haustið 1989 og á sama tíma voru nokkrir aðrir Islendingar sem líka höfðu mikla reynslu að baki. Skólinn krafðist eins árs reynslu af störfum við sjávarútveg en reyndin var sú að Norðmennirnir höfðu oft mun minni faglega þekkingu á sjávarútvegi en Islendingarnir, sem voru vanir því að vinna heilu sumrin í fiskvinnslu eða á sjónum. „Ur náminu sjálfu hefur nýst mér best að hafa feng- ið þar þverfaglega vitneskju en ég valdi markaðs-, hagfræði- og stjórnunarhlutann úr náminu sem mína aðal línu. Ég varð oft áþreyfanlega vör við að fólk skildi ekki hvað felst í námi í sjávarútvegsfræðum og ruglaði gjarnan saman sjávarútvegsfræði, fiskifræði og hafrannsóknum. Ég svaraði stundum spurning- unni um hvað ég ætlaði að gera við nám í sjávarút- vegsfræði með því að segjast ætla að verða fyrsti kvensjávarútvegsráðherrann á Islandi. Og merkilega mörgum fannst það bara gott og gilt svar!“ Margrét segir að mjög greinilega hafi farið vaxandi þörfin fyrir markaðs- og hagfræðimenntað fólk í sjáv- arútveginum, enda greinin að þróast í æ ríkari mæli í átt til markaðsvæðingar, með tilheyrandi kröfum um stjórnun og góðan rekstur. Hún segir að stað- reyndin sé sú að fólk sem ætli að mennta sig fyrir stjórnunarstörf í sjávarútvegi hafi gert það á árum áður á sviði líffræði og þess háttar greina en með tím- anum hafi mönnum orðið ljóst að áherslan í sjávarút- vegsfræðinni á markaðs-, stjórnunar- og hagfræði- þættina gefi haldbetri þekkingu þegar í störf í grein- inni sé komið. Til starfa hjá grænlenska sjávarútvegsráðuneytinu Að afloknu tæplega sex ára námi í Tromsö hélt Mar- grét ásamt dönskum sambýlismanni sínum til Dan- merkur og þar í landi voru fá tækifæri fyrir menntað- an sjávarútvegsfræðing. Dag einn, snemma árs 1996, sá hún auglýst störf í sjávarútvegsráðuneytinu í Nuuk á Grænlandi, þar á meðal starf í deild ráðu- neytisins sem fjallar um útgerð og alþjóðlega samn- inga. Eftir að hafa sótt um og verið kölluð í viðtal var hún ráðin í ráðuneytið. „Ég hafði alltaf átt mér draum um að koma til Grænlands og gat ekki látið þetta tækifæri mér úr greipum ganga. Sjávarútvegsráðuneytið á Grænlandi fjallar líka um hvalveiðar- og selveiðar, líkt og aðra nytjastofna og þarna er ríkjandi hinn sérstaki veiði- mannahugsunarháttur. Að mínu starfsviði sneri út- Frá Nuuk á Grænlandi þar sem var starfsvettvangur Margrétar um tíma. Hún kynntist grænlenskum sjávarútvegi vel á meóan á dvötinni á Grænlandi stóð og segir íslendinga og Grænlendinga geta tekið upp nánara samband á sjávarútvegssviðinu. Vlðtal: Jóhann Ólafur Halldórsson Ljósmyndir: Helgi Ólafsson og Margrét Vilhelmsdóttir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.