Ægir - 01.02.2000, Side 26
SKIPAHÖNNUN
Skipatækni hf.:
- segir Helgi Kristjánsson, markaðsstjóri
Skipatækni hf. telst stærsta fyrirtæki í íslenskri skipahönnun og jafnframt eitt það
elsta, 25 ára gamalt. Framkvæmdastjóri þess og annar tveggja stofnenda er Bárður
Hafsteinsson, skipaverkfræðingur, en hjá fyrirtækinu starfa 18 manns og að megin
uppistöðu til er um að ræða tæknimenntað fólk á skipasviðinu. Skipatækni ehf. er
einnig aðili að fjölþjóðlegri keðju hönnunarfyrirtækja, The Vik & Sandvik Group, og
segir Helgi Kristjánsson, markaðsstjóri Skipatækni, að fyrirtækið geti með þessu not-
fært sér þekkingu í hönnun íslenskra fiskiskipa til að komast í hönnunarverkefni fyr-
ir erlendar útgerðir.
SKIPATÆKNI
M«^ber of Vik-Sandvik Group
Hetgi Kristjánsson,
markaðstjóri
Skipatækni ehf.
Ingunn AK að taka á
sig mynd í Chite.
Vik & Sandvik keðjan er upprunnin í Noregi og inn-
an hennar eru fimm aðilar, staðsettir í Noregi, í Pól-
landi, á Isiandi og í Kína. „Samstarfið snýr þannig að
okkur að sérgrein Skipa-
tækni eru fiskiskip, og þá
sérstaklega skuttogarar, og
þar getum við lagt okkar
þekkingu fram í verkefnum
fyrir togaraútgerðir eriend-
is. Aftur á móti hafa Norð-
menn verið mjög framar-
lega í hönnun nýrra nóta-
skipa og flottrollsveiðiskipa
og við sækjum til þeirra
eftir hugmyndum sem við
síðan útfærum eftir óskum
og þörfum útgerða hérna
heima. Innan keðjunnar eru
einnig fyrirtæki sem sérhæ-
fa sig í hönnun flutningaskipa, olíu- og tankskipa,
oiíuborskipa og skipa sem þjóna sem varð- og her-
skip. Eg tel því að samstarf okkar innan Vik & Sand-
vik sé til hagsbóta fyrir Skipatækni og okkar við-
skiptavini þar sem sameiginleg þekking samstarfsfyr-
irtækjanna spannar sviðið allt frá bátum upp í olíu-
borpalla," segir Helgi.
Riðu á vaðið í Kína
Skipatækni hefur annast hönnunar-
vinnu, útboð, verksamninga og eftirlit
með smíða- og breytingverkefnum ís-
lenskra útgerða á undanförnum árum og
nú eru fjögur ný skip í smíðum í Kína
og Chile sem fyrirtækið hannaði. Skipa-
tækni reið á vaðið með samninga við
skipasmíðastöð í Kína vegna smíði á
nóta- og flottrollsskipinu Erni KE og í
26
kjölfarið fylgdu fjöldamargir aðrir samningar um
smíði í Kína á skipum fyrir íslenskar útgerðir. I októ-
ber síðastliðinn var síðan undirritaður smíðasamn-
ingur í Kína vegna smíði á 29 metra netabát sem
koma á í stað núverandi Happasæls KE 94. Vitað er
að Kínverjar hafa lengi haft augastað á smíðum fiski-
skipa fyrir útgerðir á Vesturlöndum og kann því að
vera að þetta sé aðeins byrjun á holskeflu skipasmíða
fyrir Islendinga í Kína.
Áhugi á nýsmíðinni greinilegur
Auk Arnarins og Happasæls eru í smíðum í Chile tvö
nóta- og flottrollsskip sem Skipatækni hannaði, þ.e.
Ingunn fyrir Harald Böðvarsson hf. á Akranesi og
Huginn VE fyrir Berg-Huginn ehf. í Vestmannaeyj-
um. Að hönnun hins nýja fjölveiðiskips Samherja hf.
kom Skipatækni einnig og vann það verk á móti sam-
starfsaðilum sínum innan Vik & Sandvik hópsins. Af
breytingaverkefnum má nefna nýafstaðnar breytingar
á togaranum Frera RE og Bergs VE, sem báðar voru
unnar í Póllandi. Þessu til viðbótar segir Helgi að
Skipatækni hafi komið að mörgum öðrum smærri
verkefnum á síðustu mánuðum.
„Núna finnum við fyrir því að útgerðir hafa áhuga
á nýsmíði og hvað gerist á næstu mánuðum og árum
mun ráðast af því hvort núna eru að opnast varanlega
möguleikar til ódýrari smíði en áður þekktust," segir
Helgi.
Skipin að breikka
„Það er staðreynd að íslensk fiskiskip hafa tekið mikl-
um breytingum á síðustu árum,“ segir Helgi um þá
spurningu hvaða þróun megi lesa út úr skipastólnum.
„Fyrir fáum árum þótti t.d. mikið að 60 metra lang-
ur skuttogari væri 12,60 metrar á breidd. I dag þyk-
ir ekki mikið að slíkt skip sé 15 metrar á breidd, auk
þess sem skipin eru orðin dýpri, þ.e. lengra milli
dekka. Oll skip í dag eru hönnuð út frá því að vera