Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 34

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 34
SKIPIN OG TÖLVUTÆKNIN MaxSea skiptjórnartölvan frá Radíómiðun: Myndrien framsetnin í tvi- oq bvívíd Fyrir tæpum áratug hóf tölvuvæðingin innreið sína í fiskiskipaflotann og átti MaxSea skipstjórnartölvan frá Radíomið- un þar stóran hlut að máli. Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóri Radíómið- unar, segir að íslenskir skipstjórnarmenn hafi komið skjótt auga á þá miklu mögu- leika sem MaxSea kerfið hafði upp á að bjóða og þeir hafi verið óhræddir að til- einka sér þessa tækni og þá með þeim hætti að sækja MaxSea námskeiðin hjá Radíomiðun, sem enn séu haldin í hverj- um mánuði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og samfara því hefur átt sér stað gífurlega hröð þróun á sviði hugbún- aðar og tölvubúnaðar. Þessi öra þróun hefur sífellt verið beisluð í MaxSea kerf- inu, að mati Jóhanns, og nú með tilkomu MaxSea 2D/3D, þar sem framsetning er í tví- og þrívxdd. MaxSea 2D - tvívídd Jóhann segir það engum vafa undirorpið að bylting hafi orðið þegar hægt var að fá sjókortin á rafrænu formi með tilkomu siglingatölva eins og MaxSea, eins og sýnt er á mynd 1. Skipstjórnandi geti t.d. skoðað kortin í mismunandi mælikvarða, plottað togslóðir, merkt inn festur og fleira. Þrátt fyrir þessa ótvx'ræðu framför þekki reyndir skipstjónarmenn að ná- kvæmni hefðbundinna sjókorta sé tak- mörkuð. Ein leið sem farin hefur verið til að bæta úr því er að hver notandi getur safnað inn í MaxSea kerfið dýpisupplýs- ingum við veiðar. Þetta segir Jóhann að hafi verið stór kostur en engu að síður sé það takmarkað sem eitt skip geti safnað af dýpisupplýsingum. „Með MaxSea 2D er brotið blað í þess- ari sögu þar sem fylgir mikið safn dýpis- upplýsinga af landgrunninu. A grunni þessara upplýsinga getur notandinn nú fengið fram jafndýpislínur á nær hvaða dýpi og dýpissviði sem er, ásamt því að geta valið þéttleika jafndýpislínanna. Með þessu móti verður grunnið miklu mun skýrara og nákvæmara, eins og kem- ur greinilega fram þegar bornar eru sam- an mynd 1 og mynd 2,“ segir Jóhann. Sem dæmi má taka ef viðkomandi er á veiðum á 100-130 faðma dýpi, þá getur hann fengið eingöngu fram jafndýpislín- ur á því sviði, ásamt því að velja þéttleika línanna, sem ræðst af þeim skala sem við- komandi er að vinna í hverju sinni. MaxSea 3D - Þrívídd Óhætt er að segja að orðatiltækið að ein mynd segi meira en þúsund orð eigi við þegar borin er saman framsetning raf- rænna sjókorta á hefðbundinn hátt í tví- vídd, við framsetningu sjókorta í þrívídd eins og nú er mögulegt í MaxSea. Jóhann segir að einn reyndur skipstjóri hafi haft um þennan tæknimöguleika eftirfarandi orð: „ Eg gæti ímyndað mér að þetta væri eins og fyrir blindan mann að fá sýn.“ Eins og fram hefur komið hér á undan hefur átt sér stað gífurleg þróun á sviði hugbúnaðar og tölvubúnaðar og segir Jó- hann að þökk sér þessari þróun að nú sé unnt að sjá sjókortin í þrívídd í MaxSea kefrinu sem byggir á fyrrgreindu gagna- safni. „Ekki er einungis hægt að sjá sjókortin í þrívídd heldur er hægt að velja um mis- munandi framsetningu, en nokkrir slíkir möguleikar koma fram á meðfylgjandi myndum. Samfara þessum möguleikum er einnig unnt að velja sér sjónarhorn að vild og færa sig nær eða fjær. MaxSea 2D/3D gefur möguleika á að tengja tvo skjái við MaxSea tölvuna. Þeg- ar unnið er með MaxSea 2D/3D er árang- ursríkast að hafa hina hefðbundnu tvívíðu framsetningu á öðrum skjánum ásamt nýju og nákvæmu safni jafndýpisupplýs- inga. Á þessum skjá heldur viðkomandi skipstjórnandi áfram sinni venjulegu vinni eins og áður. Á hinum skjánum er sama svæði sýnt í þrívídd, þar sem skipið er alltaf sýnt á miðri mynd. Botninn er þvi alltaf birtur í samræmi við siglingar- hraða og stefnu skipsins ásamt upplýs- ingum um dýpi undir skipinu hverju sinni. Fyrir þá sem hafa takmarkað pláss fyrir auka skjá er unnt að birta þrívíddina á sama skjánum og þá sem minni mynd.“ Jóhann segir að MaxSea 2D/3D hafi fengið fádæma góðar viðtökur og sé m.a. í nokum á 6 tonna trillu og 500 tonna Mynd 1. Skeijadýpi. Mælikv. 1:1 milljón. Hefðbundin framsetning á rafrænum sjókortum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.