Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Síða 37

Ægir - 01.02.2000, Síða 37
Tilraunatankurinn hjá DIFTA þar sem fara fram profanir meó trolllíkönum. Hér eru til að mynda gerðar tilraunir með búnaó frá islensku fyrirtækjunum Hampiðjunni og J. Hinrikssyni. fleiri þætti sem tengjast vinnu um borð í fiskiskipum. Preben, sem er einn af kenn- urunum við skólann, tók á móti hópnum og kynnti skólann. Eftir hádegi fóru vfs- indalegustu mennirnir í hópnum í hávís- indalega vísindaferð til Hanstholm sem er m.a. alkunn Islendinganýlenda í Dan- mörku. Restin af deginum var notuð til knattspyrnuiðkunnar og sáust þvílík til- þrif, sérstaklega í vítaspyrnukeppninni! Tilraunatankurinn hjá DIFTA Einn af hápunktum Danmerkurferðar- innar var heimsóknin til DIFTA, þar sem er tilraunatankur til að reyna hegðan veiðarfæra í sjó. Á móti hópnum tók Ul- rik Jes Hansen og kynnti hann sögu Nordsö Center og DIFTA (Danish Instetude for Fisheries Technology and Aqaculture) Hann lýsti fyrir okkur upp- byggingu tanksins, sem er með 1200 tonnum af sjó. Því næst var farið í tank- inn og Butterfly troll skoðað. Gerðu neta- gerðarnemarnir hinar ýmsu breytingar á gröndurum og toghraða. Til stóð að skoða nokkur troll í boði Hampiðjunnar sem þeir Hampiðjumenn höfðu sent með hópnum en, vegna misskilnings, voru engir grandarar með í pakkanum og eftir töluverðan vandræðagang með þessi grandaralausu troll var ákveðið að halda fund í staðinn. Þar var farið lauslega yfir hönnun trolla og þótti nemendahópnum það mjög áhugavert efni sem ástæða væri til að koma inn í námið hér heima á Is- landi. Tveimur dögum var eytt í heimsóknina hjá DIFTA og fékk hópurinn á seinni daginum fyrirlestur um hlerasmíði. Farið var yfir mótsstöðu á trollum í sjó og kjör- hæfni. Eftir fyrirlestrana var síðan farið í tankinn og skoðuð nokkur módel sem nemendur höfðu óskað eftir að fá að sjá og einnig var m.a. athugað hvað gerist þeg- ar grandarar slitna. Fiður í heimsókninni til DIFTA var að hlýða á fyrirlestur hjá Finn frá Perfect- hlerum í Danmörku. Eftir þann lestur var hópurinn á einu máli um að Islendingar séu greinilega langt á undan í hönnun og prófunum á hlerum! Þessu næst var farið aftur í tankinn og nú voru trollin frá Hampiðjunni klár í smá þvott í tanknum en með því lauk heimsókninni til DIFTA. NETAGERÐARNÁM Cosmos trawl í Hirtshals heimsótt I sjávarbænum Hirtshals var erindið að skoða fyrirtækið Cosmos trawl. Cosmos trawl er mjög stórt og snyrtilegt neta- verkstæði á tveimur hæðum, þar sem á neðri hæðinni er framleiðsla á rækjutroll- um og ýmsu smálegu. Þarna var t.d. ver- ið að útbúa poka fyrir sandsíli, en einnig var á gólfinu 3000 möskva rækjutroll með öllu tilheyrandi, toppur og ein spóla af 6000 möskva rækjutrolli. Á efri hæð- inni er aðstaðan ekki síðri, hátt til lofts og aðallega unnið við uppsetningu og viðgerðir á nótum. Þar var t.d. í einu horninu 100 faðma djúp síldarnót. Farið til Skagen Eftir hádegi þennan dag var síðan haldið til Skagen í heimsókn til verkstæðis Cosmos-trawl en það er tiltölulega nýlegt verkstæði, þar sem vinna 15 netagerðar- menn og aðallega í viðgerðum. Eftir þetta innlit var kíkt í heimsókn hjá Brotherne Sörensen, sem er netaverkstæði sem er 75% í eigu Setstad í Noregi og 25% í eigu Nordtrawl, en hjá þeim vinna 15 manns og eru þeir í öllu nema hringnót- um. Sá sem tók á móti hópnum hafði á orði að það vantaði menntun í netagerð í Danmörku, eins og boðið væri uppá á Is- landi. Frá Brotherne Sörensen lá leiðin tíl HC-trawl sem er lítið verkstæði með 6 kalla í vinnu. Það sem vakti mesta at- hygli þar var rækjuskilja sem tók einnig stærri fisk en hleypti út smáfiski.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.