Ægir - 01.10.2000, Síða 9
FRÉTTIR
Bjartara yfir mörkuðum fyrir frysta loðnu í Rússlandi:
Leyfa ætti flottrollsveiðar á loðnu
strax í haust ef ekki veiðist f nót
- segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf.
„Loðna er loðna og okkur hefur lærst að
fullyrða ekkert fyrirfram um veiðar á
henni, allra síst á haustin. En það er ljóst
að við erum tæknilega klárir í slaginn að
frysta á ný fyrir Rússlandsmarkað og
góðu fréttirnar eru þær að nú fæst viðun-
andi verð fyrir frystu loðnuna á þeim
markaði," segir Friðrik Mar Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Tanga hf. á
Vopnafirði. Sú gengisniðursveifla sem
varð á rúblunni fyrir um tveimur árum,
og kippti fótunum undan loðnufrystingu
fyrir Rússlandsmarkað, er að mestu liðin
hjá og í það minnsta er ljóst að mun hag-
stæðara er nú að frysta loðnuna en vinna
hana í mjöl og lýsi. Friðrik segir miklu
„Sfðasta vetur fékkst leyfi í janúar til að
veiða loðnu í flottroll og þá voru veidd
um 143 þúsund tonn í flottroll og ég er
þeirrar skoðunar að sá afli hefði ella ekki
fengist í land. Núna viljum við, sér í lagi
vegna landvinnslunnar, leggja áherslu á
að leyfi fáist til að veiða í flottroll í haust.
Ef árangur verður af flottrollsveiðunum
umfram nótaveiðarnar þá getum við með
þessu notfært okkur tækifæri sem við
sitjum einir að á Rússlandsmarkaði, enda
er loðnuveiðin ekki hafin í Kanada eða
Noregi. Mér finnst því rök mæla með
leyfi fyrir flottrollsveiðum á loðnu strax í
haust," segir Friðrik Mar.
Nánar er rætt við Friðrik Mar á bls.16
skipta að leyfi fáist í haust til að veiða
loðnu í flottroll Unnið hörðum höndum i loðnufrystingu.
Kæling og ísun á
öllum fiski til sjós
og lands!
$ Rækja / humar $
0 Bolfiskur 0
(Kæling/ísun í lest)
0 Uppsjávarfiskur 0
Kæling í fiskeldi 0
NÝTT FLO Ís-GEL KÆLIKERFI VAR TEKIÐ í
NOTKUN UM BORÐ í ARNARBORG í MARS S.L.
TIL KÆLINGAR Á ÖLLU HRÁEFNI UM BORÐ
Flo Ís-GEL ísvétar eru fáanlegar í
9 mismunandi stœrðum og gerðum !
STG ísvélar / Fljótandi Ís-GEL kælikerfi til sjós og lands Fosshálsi 27, 110 Reykjavík
Símar 587 6005 / 896 1182 Fax 587 6004 stg@mmedia.is
Fljótandi Ís-Gel
ÍSVÉLAR
“ískerfið frá STG ísvélum hefur reynst fullkomlega um horð hjá okkurfrá fyrsta
degi! T.d. við laelingu á rœkju imóttöku og eftir suðu. Afköst eru mikil og búnaðurinn
tekur litið pláss, er einfaldur ínotkun og vinnuhagrœðing um borð hjá okkur er mjög
mikil. Afköst í lausfrystingu og hráefnisgœði hafa einnig aukist verulega.”