Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 31

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 31
FJARSKIPTI & SJÁVARÚTVEGUR Tæknival þróar netlausnir fyrir skipin: Sítenging við Netið á sjónum - „kostnaðarminni lausn en áður hefur þekkst," segir Ómar Örn Ólafsson hjá Tæknivali Hvað væri lífið án tölvupósts, Netsins, heimasíðna, gangaflutninga, netsíma? Einfaldara segja sumir - flókn- ara segja aðrir! Fyrir fáum árum var tölvupóstur ekki þekktur nema í stöku fyrirtækjum en í dag er Netið og tölvupóstur á hvers manns vörum. Enda partur af hinu daglega lxfi - nema í háloftunum og á sjó. Nú er að verða breyting þar á. Að minnsta kosti hvað skipin varðar. Tæknival hf. hefur unnið um tæplega tveggja ára skeið að tækni- lausnum í netsamskiptum skipa og hefur fyrirtækið komist niður á lausnir sem byggja á tæknibúnaði sem best er þekkt- ur í hernaði, notkun gervitungla við sam- skiptin og að skip geti með þessari nýjust lausn orðið sítengd um Netið. Nethnött- ur kallast þessi nýja iausn Tæknivals og má fá búnað, hugbúnað og uppsetningu á rekstrarleigusamningi, þ.e. ákveðnu mánaðargjaldi. Enn sem komið er má ætla að hér sé fyrst og fremst á ferðinni lausn fyrir stærri skipin. Ómar Örn Ólafsson, tæknilegur ráð- gjafi framkvæmdastjóra Tæknivals hf., segir sítengingu skipa um gervihnött opna urmul nýrra möguleika. „Við horf- um til þess að skip geti verið í sítengingu við sín útgerðarfyrirtæki, tengst þeirra innra staðarneti og þar með upplýsinga og bókhaldskerfum. A þann hátt er skip- ið eins og hver annar notandi á staðarneti viðkomandi fyrirtækis, þó út á reginhafi sé. Öll samskipti geta verið hraðari, ná- kvæmari og betri, gagnaflutningar á skjölum og jafnvel myndum verða auð- veld, fyrirtækin hafa stöðugt nýjar upp- lýsingar um t.d. framleiðslu í frystitogara úti á sjó og þannig mætti áfram telja,“ segir Ómar Örn og bætir við að til að tryggja öryggi í samskiptum skipa við útgerðarfyrirtækin bjóði Tæknival upp á sérstakan öryggisbúnað. Að fylgjast með fjölskyldunni í gegnum netmyndavél! Ómar segir að koma þurfi fyrir á skipun- um stóru loftneti, allt að tveimur metr- um í þvermál. Bandbreiddin í flutningi er mjög mikil og jafnvel meiri en gerist á sumum stöðum í landi. Innra netkerfi í skipum þykir eðlilegt skref í þessari tækniþróun á hafinu og það hefur í för með sér að skipverjar geta jafn- vel verið með fartölvur í öllum klefum. Þegar skipin eru svo sítengd þá býður það upp á að þeir geti nýtt sér samskipti við sína nánustu í landi. Það er eftir allt ekki svo fjarlægt að frystitogarasjómenn geti skotist inn á myndavél heima í eldhúsi í landi og fylgst með fjölskyldunni snæða kvöldskattinn! ,Já, ég tel þessi skref þýða algera bylt- ingu í hinu daglega lífi sjómanna. Þeir geta skipst á myndum við fjölskylduna í landi, skrifast á við börnin, tekið jafnvel þátt í heimaverkefnum með börnunum eða notfært sér Nettengingu til að stunda sjálfir fjarnám. Það eru einmitt sjómenn sem vinna þannig vinnutíma að þeir gætu skipulagt fjarnám meðfram vinn- unni - og eru margir reyndar byrjaðir á því,“ segir Ómar Örn. Nethnötturinn getur orðið útflutningsvara Nethnöttur Tæknivals var á dögunum kynntur á sýningu á Mallorca en þar var um að ræða sýningu fyrir eigendur skemmtiferðaskipa, en um borð í slíkum fleyum þykir nettenging nauðsynleg og sjálfsögð. Ómar Örn telur Tæknival hafa töluverða möguleika á erlendum markaði fyrir Nethnöttinn, enda hafi fyrirtækið þarna komið fram með ódýra og áhuga- verða lausn. Ljósmynd: Sverrir 3ónsson Nethnöttur Tæknivals á brúarþaki flutningaskips Eimskipafélagsins. „Tæknin sem við byggjum Nethnött- inn á er t.d. þekkt í hernaði og við notum einnig glænýja tækni fyrir Internet og gervihnetti. I verkefninu vorum við í sambandi við norskt fyrirtæki sem þekk- ir vel til fjarskiptalausna fyrir olíuborp- alla í Norðursjó þannig að við komum víða við í þróun Nethnattarins. Mesta byltingin við þessa lausn er þó mun minni kostnaður en áður hefur þekkst og allt bendir til þess að þróunin skili enn ódýrari lausnum þegar frammí sækir," segir Ómar Örn. Viðamiklar prófanir hafa nú þegar farið fram á Nethnettinum og hér á heimamið- um var tengingin reynd um borð í einu af strandferðaskipum Eimskipafélagsins í fyrravetur. Reynslan sýndi að sambandið við gervihnöttinn var mjög stöðugt, þrátt fyrir ólgusjói og það segir Ómar Örn að hafi verið mikið fagnaðarefni, enda sé sítenging algjört lykilatriði. „Netið er svo sannarlega komið á sjóinn í nýrri merkinu," bætir hann við. TæknivaL kynnti ýmsar tæknilausnir á Agorasýningunni í Laugardalshöll á dögunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.