Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 34

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 34
Ljósmynd: Hreinn Magnússon Gylfi Jónsson, forstöðumaður NMT og gervihnattasímaþjónustu Landssimans. reikning fyrir hvern notanda. Hverjum notanda er úthlutað leyninúmeri sem ákvarðar einnig hvaða fjarskiptamiðla hann hefur aðgang að. Utgerð getur veitt aðgang að ákveðnum símanúmerum sem skipverjar geta hringt í á kostnað útgerð- ar.“ Símakostnaður hefur lækkað Gervihnattatæknin hefur á síðustu miss- erum opnað marga nýja möguleika í fjar- skiptum skipa, segir Gylfi og nefnir þar bæði almenn símtöl og tölvupóst, auk þess sem bandbreiðari flutningsleiðir Gervihnattatæknin opnar marga möguleika - segir Gylfi Már Jónsson hjá Landssímanum „NMT kerfið er fjarskiptakerfið sem sjómenn á miðun- um nota mest og gera má ráð fyrir að svo verði enn um sinn. Þegar komið er dýpra út taka fjarskipti í gegnum gervihnetti við og þar býður Síminn fjölbreytta tal- og gagnaflutningsþjónustu í gegnum gervihnetti." „Er þar bæði um að ræða þjónustu gegn- um Inmarsat kerfið og jarðstöðina EIK en öll skip sem eru með Inmarsatstöð hafa frjálsan aðgang að þjónustu sem jarð- stöðvar veita, svo og Globalstar kerfið sem tekið var í notkun í síðasta mánuði. Til að fá aðgang að þjónustu Globalstar þarf bara að nota venjulegt GSM kort í Globalstar símana," segir Gylfi Már Jóns- son, forstöðumaður NMT og gervi- hnattasímaþj ónustu Landssímans. Tölvupóstur á milli skipa Margar nýjungar í sfmamálum hafi kom- ið fram á síðustu misserum sem gagnast útgerðar- og sjómönnum vel. Tal-og gagnaflutningar í gegnum Inmarsat-kerf- ið fara vaxandi og kostnaður lækkar. „Með tilkomu Globalstar síma gefst not- endum nýr möguleiki með því að nota GSM kerfið þar sem samband næst en skipta má yfir á Giobalstar þegar út fyrir þjónustukerfi GSM-kerfisins er komið. Globalstar símarnir eru meðfærilegir og henta því vel fyrir þá notendur sem oft eru utan þjónustusvæða NMT eða GSM,“ segir Gylfi. Internet C er þjónusta sem vaxandi eft- irpsurn hefur verið eftir, en með henni gefst möguleiki á venjulegum tölvupóst- samskiptum milli skipa og lands og einnig milli skipa. Gylfi getur einnig um GAN, sem er þjónusta sem væntanleg er fyrri hluta næsta árs í gegnum Inmarsat. Hún býður upp á gagnaflutning 64 Kbit milli skipa og lands. Þetta gefur svipaða möguleika og flutningur á ISDN línu í landi, sem nægir fyrir myndflutning, há- hraða faxsendingu og gagnaflutning. Fjöllínumælir skiptir kostnaði Nýlega hafa Rásmark og Tölvubankinn hannað Tel-Log símaeftirlitskerfið sem Landssíminn er nú að setja á markað. Seg- ir Gylfi að fyrir um áratug hafi Síminn hannað búnað sem kallaður var Gjald- mælir. Þar sem þessi búnaður hafi aðeins tengst einni línu hafi fljótt komið óskir um fjöllínumæli sem gæti haldið utan um öll símafjarskipti, óháð hvaða kerfi þau væru í. Hann getur þess að með því að setja upp Tel-Log búnað í skipunum sé hægt að gefa skipverjum óhindraðan aðgang að öllum fjarskiptamiðlum um borð í skip- unum en halda jafnframt utan um notk- un hvers og eins og skipta kostnaði rétt- látlega. „Tel-Log símaeftirlitskerfið held- ur utan um notkun með því að skrá notk- un fjarskiptakerfa, reiknar síðan út verð í samræmi við gjaldskrá þess kerfis sem notað var og skrifar út sundurliðaðan opni möguleika til myndsendinga. „Nýj- ar fjarskiptaleiðir minnka einangrun sjó- manna og þar sem símagjöld hafa farið lækkandi þá eigum við á næstu árum eft- ir að sjá svipaða þróun hjá sjómönnum og í almennri símanotkun landsmanna," segir hann. Það hefur löngum verið kvartað yfir því að símakostnaður sjávarútvegsins sé mik- ill, séu skip mjög djúpt sé það hreinn og klár munaður að slá á þráðinn í land. „Þetta er mikið að breytast. Sjómenn nota NMT kerfið á miðunum umhverfis land- ið og er verð á þeirri þjónustu er aðeins frá 13 til 18 kr. mínútan. Verð á gervi- hnattaþjónustu er hærra eða 150-250 kr. fyrir mínútuna en það hefur farið lækk- andi. Þó sjómönnum finnist þetta hátt þá eru þessi verð ekkert verulega hærri held- ur en ýmis erlend símfyrirtæki eru að taka fyrir þjónustu við Islendinga sem eru að hringja heim í gegnum GSM kerf- ið, jafnvel frá nágrannalöndum okkar í Evrópu. Útgerðir vilja upplýsingar „Fjarskipti í gegnum gervihnetti eiga eft- ir að aukast verulega á næstu árum, bæði almenn símaumferð og ekki síður gagna- flutningur af ýmsu tagi," segir Gylfi Már Jónsson. „Utgerðir vilja hafa stöðugar og nákvæmar upplýsingar frá sínum skipum og það eykur kröfur til góðra fjarskipta. Sambærilegar þjónustur sem við sjáum nú í GSM kerfunum eiga örugglega eftir að nýtast sjómönnum í framtíðinni og bandbreiðari gagnaflutningur gefur aukna möguleika á flutningi efnis til og frá sjómönnum." 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.