Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 13
FISKVINNSLA
Vinnsluskipin sækja á
„Hlutdeild vinnsluskipa hefur verið að
meðaltali 20-25% á síðustu árum,“ sagði
Arnar. „Á síðasta ári hækkaði hlutdeild
þeirra verulega í botnfiskaflanum og fór
í tæplega 30%. Ymsar skýringar eru á
þessari aukningu. Vinnsluskipum hefur
farið fjölgandi og mikill samdráttur í
veiðum í Barentshafi hefur orðið til þess
að þeim hefur verið beitt með auknum
krafti á veiðar innan lögsögunnar. Fyrstu
sjö mánuði þessa árs er hlutfall vinnslu-
skipa áætlað um 27%, að meðtöldum
karfaveiðum á Reykjaneshrygg.
Hlutfall gámafisks og siglinga fiski-
skipa á eriendan markað náðu hámarki
um miðjan síðasta áratug. Gámafiskur
og siglingar komust hæst í 18% af botn-
fiskaflanum. Síðan tók magnið og hlut-
fallið að lækka og fór niður í 7% fyrir
tveimur árum. og nú er hlutfallið áætlað
6% af heildarbotnfisk-aflanum fyrstu sjö
mánuði þessa árs. Við höfum tekið sam-
an upplýsingar um útflutning á ísuðum
fiski fyrstu átta mánuði þessa árs og bor-
ið saman við sama tímabil á undanförn-
um árum. Nokkur aukning er í þorski
miðað við sama tíma í fyrra, svipað magn
hefur verið flutt út af ýsu, en mjög dreg-
ið úr útflutningi á ufsa og karfa," sagði
Arnar í ávarpi sínu.
Áhrif þorskafla-
samdráttar sýnileg
Formaður SF vék í máli sínu að rekstrar-
vanda botnfiskvinnslunnar og sagði að
þegar það hafi gerst fyrir nokkrum árum
að nær helmings samdráttur hafi orðið í
þorskafla þá hafi verið eðlilegt að eitt-
hvað léti undan í þjóðfélaginu.
„Þessi samdráttur í þorskaflanum hef-
ur kostað miklar fórnir fyrir fólk og fyr-
irtæki,“ sagði Arnar. „Leiða má rök að
því að hann hafi orsakað byggðaröskun í
sjávarplássum sem byggðu nær allt sitt á
þorskinum. Mönnum hættir stundum til
að gleyma þeirri staðreynd að þorskurinn
einn skapar þjóðarbúinu jafn miklar
gjaldeyristekjur og samanlagður útflutn-
ingur allrar stóriðju og annarra iðnaðar-
vara frá Islandi. Þorskurinn heldur mik-
ilvægi sínu fyrir þjóðarbúið þrátt fyrir að
útflutningur á áli og kísiljárni hafi auk-
ist á allra síðustu árum. Nú er þorskafl-
inn að aukast á ný og framhaldið gefur
tilefni til nokkurrar bjartsýni," sagði
Arnar Sigurmundsson, formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva.
Ráðstöfun botnfiskaflans 1990 - 2000
100%
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30°/o
20%
10%
0%
Erlendis
Innanlands
65% 67% 64% 62%
58% 59% 59% 60% 57% 60%
Innanlands
I Vinnsluskip, afli úr fiskv.lögs.
Gámar og landað erlendis
Innanlands, afli af erlendum skipum
■ Vinnsluskip úthafsafli
'90
'91
'92
'93
'94
'95
'96
'97
'98
'99
30%
62%
'00
7/12
Útflutningstekjur og heildarskuldir sjávarútvegs
M.kr
áætl.