Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 20
LÍNUVEIÐAR
Notkun beitu við
línuveiðar
Að veiða fisk á (lang)línu; bæði í stórum og
smáum stíl, á sér langa hefð í mörgum lönd-
um. Línan er „óvirkt" veiðarfæri. Veiði á öng-
ul með beitu byggist á þörf fisksins fyrir fæðu.
Lyktin af beitunni berst með straumi og fiskur-
inn rennur á hana og bítur á öngulinn.
Góður árangur línuveiða byggist
á þekkingu á hegðun fiska, eink-
um við fæðuleit. Línan er um-
hverfisvænt veiðarfæri. Þess vegna
hafa þeir sem stjórna fiskveiðum
hvatt til línuveiða. Línan hefur til
dæmis engin áhrif á búsvæði hafs-
botnsins, brottkast smáfisks og
aukfisks er hverfandi miðað við
önnur veiðarfæri, gæði aflans eru í
hámarki og eldsneytiskostnaður
lítill.
Visst munstur má greina í
sundvenjum fiska. Sumar tegund-
ir, reyndar flestar, eru á ferli á
daginn, en aðrar á næturnar.
Gjarna er litið svo á að sundvirkni
sé tengd breytilegu fæðuframboði
og því sé fiskurinn misjafnlega
mikið virkur í fæðuleit á vissum
tímum sólarhringsins.
Við línuveiðar er vitneskjan um
það hvernig og hvenær fiskurinn
leitar fæðu notuð. Þorskur, ýsa og
langa eru virkust í dögun en
synda þó mikið um allan daginn.
Þess vegna ætti lína sem lögð er
fyrir dögun að gefa meiri afla en
sú sem lögð er þegar komið er
fram á dag. Sú er líka raunin.
Rannsóknir hafa sýnt að um það
bil tvöfalt meira veiðist af ýsu á
línu sem lögð er fyrir dögun en þá
sem lögð er á daginn.
Þorskurinn gaf aðra mynd. At-
huganir sýndu að að hann finnur
frekar beituna á daginn þegar
hann syndir mikið en á nóttunni
þegar hann syndir hægar og fer
um minna svæði.
Tegundir sem veiðast vel á línu
eru yfirleitt lyktnæmar. Þorskur
og svartþorskur finna til dæmis
lykt af beitu þótt hún sé mjög
dauf. Þorskur getur fundið lykt af
beitu og staðsett hana í 700 metra
fjarlægð. Lyktin berst fiskinum
með straumi og hann bregður
strax við og syndir andstreymis í
áttina að veiðarfærinu.
Þetta er af þremur ástæðum
mikilvægt fyrir línusjómenn að
vita.
I fyrsta lagi er ljóst að lyktin af
beitunni berst yfir stærra svæði ef
línan er lögð þvert á strauminn
heldur en með honum, og gefur
þá væntanleg meiri afla.
I öðru lagi ættu að vera meira
en 700 metrar milli lína. Ef
styttra er á milli draga þær að sér
fisk af sama svæði.
I þriðja lagi dreifist lykt frá línu
sem lögð er við botninn mjög