Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 32

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 32
FJARSKIPTI & SJÁVARÚTVEGUR „Símtöl milli útgerða og skipa á veiðum er stór lið- ur í fjarskiptaútgjöldum útgerða. Þegar skipin eru djúpt út af landinu og á fjarlægum miðum hefur verið notast við Inmarsat- þjónustu sem er afar kostnaðarsöm." „Íslandssími hefur verið að bjóða upp á þessa þjónustu á mun hagstæðara verði en þekkst hefur til þessa. Þetta er einungis hluti af þeirri þjónustu sem sjávarútvegs- fyrirtæki eru að sækja til okkar. Auk þessa bjóðum við upp á aðra þjónustuliði og einnig heildarpakka í fjarskiptum, sniðna eftir þörfum fyrirtækjanna, ódýr- ari en þau hafa mátt venjast," segir Pétur Pétursson upplýsinga- og kynningarstjóri hjá Islandssíma hf.“ Horft til nýrra þjónustuþátta við sjávarútveginn Pétur segir að þeim sjávarútvegsfyrir- tækjum hafi fjölgað sem fært hafa alla fjarskiptaþjónustu sína til Islandssíma. Kostnaður sem fylgi millilandasímtölum Jarðstöð IsLandssima. „Opnar nýja möguleika, m.a. fyrir sjávarútveginn," segir Pétur Pétursson hjá Íslandssíma. Ljósmynd: Sverrir Jónsson Eigin jarðstöð opnar möguleika - segir Pétur Pétursson hjá Íslandssíma hafi verið upphafið að því að þau litu til Islandssíma því fyrirtækið veiti þá þjón- ustu á 15 til 20 prósentum lægra verði en boðist hefur til þessa. „Þessi fyrirtæki leggja einnig mikið upp úr öryggi sambandsins. Til að svara þeirri kröfu höfum við komið upp okkar eigin jarðstöð sem tryggir stöðugt vara- samband við útlönd. Reyndar gerir jarð- stöðin okkur kleift að horfa til nýrra þjónustuþátta við sjávarútveginn. Endur- varp á sjónvarpsefni, stöðugt netsamband við skip, sem eru að veiðum djúpt út af landinu og fleira er tæknilega mögulegt í dag. Hins vegar er þetta afar dýr þjónusta og við höfum orðið varir við að útgerðir veigra sér við að nýta hana af þeim sök- um,“ segir Pétur og hann heldur áfram; „Við sérhæfum okkur í gagnaflutning- um og tengingum en í þessu tilviki þurf- um við aðgang að gervitunglum og skip- in þurfa sérstakan móttökubúnað til að taka við sendingunum. Báðir þessir þætt- ir, móttökubúnaðurinn um borð í skip- unum og aðgangur að gervitunglum er dýr, eins og ég sagði, og því eru þessir hlutir enn í skoðun hjá okkur. Við erum þó, ásamt samstarfsaðilum okkar, að leita leiða til að lækka kostnaðinn og gera þetta að raunhæfum möguleika. Sú vinna verð- ur þó að fara fram með útsendingaraðilum efnis, stjórnvöldum og fleiri aðilum." Einblínt á fyrirtækjamarkað Islandssími hefur starfað á íslenskum fjar- skiptamarkaði í eitt ár um þessar mund- ir. Þótt starfstíminn sé ekki langur hafa á bilinu 30 til 40 af 100 stærstu fyrirtækj- um landsins fært fjarskiptarekstur sinn til þessa unga fyrirtækis. „Fjarskipti eru sem latína í hugum margra því er rétt að tíunda þá þjónustu sem Islandssími býð- ur upp á. Fyrirtækið hefur einblínt á fyr- irtækjamarkað frá stofnun en boðið ein- staka þjónustuliði til heimila, eins og frítt Internet, millilandasímtöl og nýver- ið tók fyrirtækið að bjóða upp á almenna símaþjónustu til heimila. Fyrirtækjum hefur verið boðin hefðbundin talsíma- þjónusta, Internettengingar og gagna- flutningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur Islandssími nýtt sér eigið ljósleiðaranet, auk þess sem notast er við leigulínur og örbylgjusamband í þjónustu við við- skiptavini," segir Pétur Pétursson. Á þeim tíma sem Íslandssími hefur starfað hefur fyrirtækið verið að stækka þjónustusvæði sitt. „I dag erum við í stakk búin að veita sjávarútvegsfyrirtækj- um öfluga síma-, gagnaflutningsþjón- ustu og Netið á höfúðborgarsvæðinu, og Akureyri. Innan tíðar verðum við búin að leggja ljósleiðara um Suðurland til Vest- mannaeyja. Þótt það séu fá sjávarútvegs- fyrirtæki á Suðurlandi þá eru þau nokkuð mörg í Vestmannaeyjum og þeim bjóðast allir þeir kostir sem fylgja samkeppni - bætt þjónusta og lægra verð. Við höfum orðið varir við að innkomu okkar á mark- að fylgir ánægja. Sjávarútvegsfyrirtæki, eins og fyrirtæki á öðrum sviðum, treysta meira á Netið og gagnaflutninga. Fjar- skiptakostnaður hefur því vaxið til muna og því telur hvert prósent í lægri kostn- aði.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.