Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 50

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 50
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Molva molva Langa Langan er mjög langur, sívalur og mjór beinfiskur með langan haus. Kjaftur hennar er nokkuð stór og í honum eru fremur smáar tennur. Augun eru frekar smá og á höku er skeggþráður. Bakuggar eru tveir, sá aftari mjög langur, raufaruggi er einnig langur en eyruggar eru í meðallagi stórir. Litur löngunnar er grámórauður að ofan en ljós að neðan og er hreystur hennar fremur smátt. Langan getur orðið um eða yfir 2 metrar að lengd. Heimkynni löngunnar eru helst í Norðaustur-Atlantshafi og Barentshafi. Hún er í Norðursjó við Bretlandseyjar, í Biskajaflóa og áfram suður til Marokkó. Þá er hún við Færeyjar og Island. Helst er hana þó að finna við Suðaustur-, Suður- og Suðvesturland þar sem sjórinn er hlýrri. Langan er botnfiskur og heldur sig aðallega á 80-200 metra dýpi þar sem hún lifir á alls konar fiskum, svo sem síld, þorski, ýsu, spærling, kolmunna og flatfiskum. Einnig étur hún krabbadýr, sæstjörnur og smokk- fiska. Hrygning fer fram hér við land í maí og júní á 150-300 metra dýpi undan Suðurlandi. Einnig eru hrygningarstöðvar hennar milli Islands og Færeyja og Færeyja og Skotlands, við vesturströnd Noregs og í Biskajaflóa. Eggin eru um 1 mm í þvermál og eru a.m.k. 5-20 milljónir. Lirfan er 3,2 mm við klak og tveggja cm löng er hún orðin seiði. Seiðin halda sig undir yfirborði sjávar en þegar þau ná 6-8 cm að lengd leita þau botnsins. Talið er að langan geti orðið að minnsta kosti 25 ára gömul. Hér við land er langa einkum veidd á línu, í botnvörpu eða í net. Aflinn er mest seldur ferskur til Bretlands, Þýskalands og Frakklands, einnig saltaður til Frakklands, Noregs og Brasilíu og fakaður til Frakklands og Belgíú. Undanfarin ár hefur aflinn hér á landi verið 4.000 til 6.000 tonn. KR0SSGÁTAN & Fuqíar Hdtl- fuglac Sknia Sum u HrasaAi AS Nasla Yargnr OLcn Yartd- rác>inr) Saurga þuscláif Kornst Statf- samur FriSa Veiki Aular Físk- a fnir Pc'LuYta Skorpa Hvíldi 1. : • * fiulaf frákart : * Maiur 3. Tauga S iffta V. Sí W nyi u - veL Ró'ncL V 5. ; > Blía uppi —V F<séa Titi þc Fraa1- koman Rán-fuql Skól( 7 V : Sjúkclo'M suflit 'Oqna ► ► SurygcA Bíiur : > 50

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.