Ægir - 01.10.2000, Page 10
FRÉTTIR
Smábátasjómenn um skýrslu Auðlindanefndar:
Gott innlegg í sjávarútvegsumræðuna
- hafna titlögum um ráðstöfun á veiðigjaldi
Landssamband smábátaeigenda sendi í
kjölfar skýrslu Auðlindanefndar frá sér
ályktun þar sem skýrslunni er fagnað og
hún talin vera gott innlegg í sjávarút-
vegsmálaumræðuna, auk þess sem hún
staðfesti mikilvægi sjávarútvegsins í lífs-
kjörum þjóðarinnar. Þó er mótmælt af-
skiptum nefndarinnar af lögum um
stjórn fiskveiða og lagst gegn tillögum
um ráðstöfun á veiðigjaldi.
„Landssamband smábátaeigenda telur
það ljóð á störfum Auðlindanefndar að
ekki sé skýrt skilið á milli sjávarútvegs-
fyrirtækja sem eingöngu stunda fiskveið-
ar. Tekin eru dæmi í skýrslunni um
hagnað sjávarútvegsfyrirtækja á Verð-
bréfaþingi og lögð til grundvallar til-
komu auðlindagjalds, þegar ljóst er að
fyrirtæki sem stunda fiskveiðar skuli
greiða gjaldið, fyrirtæki sem að mati
Þjóðhagsstofnunar töðuðu 3,2 milljörð-
um, árin 1997 og 1998.
I þingsályktunartillögu sem Auðlinda-
nefnd var gert að starfa eftir er tekið fram
að gjaldtaka skuli vera hófleg. Þegar horft
er til útreikninga Þjóðhagsstofnunar á af-
komu fiskveiða er lítið borð fyrir báru
með það auðlindagjald sem útgerðin
greiðir í dag. Verði það hins vegar niður-
staða Alþingis að hækka opinber gjöld á
þeim sem fiskveiðar stunda leggst L.S.
gegn því að farin skuli svokölluð fyrning-
arleið. L.S. lýsir sig reiðubúið til við-
ræðna um útfærslu. L.S. leggst gegn til-
lögum Auðlindanefndar um ráðstöðun á
veiðigjaldi," segir í ályktuninni.
L.S. bendir einnig á að á sama tíma og
niðurstaða Auðlindanefndar liggi fyrir,
þar sem m.a. sé staðfest að ekki sé svig-
rúm fyrir aukna gjaldtöku á sjávarútvegi,
séu tugir milljarða að flæða úr landi án
þess að skattur hafi verið greiddur.
„Hluti þessara fjármuna hefur komið frá
útgerðinni, en þrátt fyrir misseris gamlar
viðvaranir Ríkisskattstjóra hafa stjórn-
völd ekki séð ástæðu til breytinga. Lands-
samband smábátaeigenda telur að tekjur
sem þjóðin hafi þarna orðið af svari til
margra ára greiðslu auðlindagjalds og
beri með sér skilaboð um að betra sé að
huga vel að þeim sköttum sem í gildi eru
áður en nýir komi til framkvæmda."
ER^
Netagerðin HÖFÐI ehf
Suðurgarði • Húsavík
Sími 464 1999
Fax 464 2099
Farsímar 854 2399 • 894 2399
Netfang netagerd@nett.is
rtrt! l! III! Ilil ^ LinWíf1