Ægir - 01.10.2000, Síða 14
FRÉTTIR
Við hina nýju bolfiskvinnslulínu Síldarvinnslunnar i Neskaupstað eru stæði fyrir Qórtán starfsmenn og á tölvuskjá geta þeir fengið nákvæmar upplýsingar
um störf sin, svo sem gæði, afköst og nýtingu.
Hagræðing og afkastaaukning
- nýtt bolfiskvinnsluhús hjá Sildarvinnslunni í notkun
„Ég er ákaflega ánægður með hvernig til
hefur tekist með nýja aðstöðu okkar fyr-
ir bolfiskvinnsluna," segir Asbjörn Helgi
Árnason, framkvæmdastjóri vinnslusviðs
Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað.
Um mánaðamótin ágúst-september var
ný aðstaða félagsins fyrir boifiskvinnslu
tekin í notkun, en hún er í fiskiðjuveri
því sem byggt var fyrir nokkrum árum
en það hefur hingað til aðeins verið nýtt
vegna vinnslu á uppsjávarfiski. Þessi
nýja aðstaða fyrir bolfiskvinnsluna kem-
ur í stað gamia frystihússins við Strand-
götu í Neskaupstað sem reist var af Sam-
vinnufélagi útgerðarmanna árið 1949.
„Með hinu nýja frystihúsi náum við fram
mikilli hagræðingu í okkar reksti og af-
kastaaukningu við framleiðsluna."
Hin nýja bolfiskvinnsla í fiskiðjuver-
inu er búin þeim allra fullkomnasta bún-
aði sem völ er á. Vinnslulínan í húsinu er
hönnuð og framleidd af Marel hf. og
Skaganum hf. I móttöku er hráefnis-
flokkari sem flokkar hráefni eftir stærð
og þar eru einnig hausari og þrjár flök-
unarvélar. I vinnslusal er snyrtilína með
stæðum fyrir fjórtán starfsmenn og á eig-
in tölvuskjá fær hver og einn starfsmað-
ur nákvæmar upplýsingar um störf sín,
það er um gæði, afköst og nýtingu. I
Óskum Síldarvinnslunni hf. og starfsfólki
til hamingju með nýja fiskvinnsluhúsið.
Síldarvinnslan hf. valdi vinnslubúnað frá
Skaganum hf. sem samanstendur m.a. af:
Nýrri tegund af lausfrysti
• Vatnsdrifnum karahvolfurum til innmötunar
• fmmötun á flokkara eftir lausfrystir
• Hraösnyrtilinu fyrir karfa
• Pökkunarlinu
• Umbuöarlyftu
• Tilheyrandi færibönd
• Flæöilínu og sporðasnyrtilinu
í samvinnu með Marel hf.
SKAGINN HF.
Bakkatúni 26 • 300 Akranesi • Sími 430 2000 • Fax: 430 2001
Netfang: skaginn@skaginn.is • Veffang: www.skaginn.is
cupnn