Ægir - 01.10.2000, Page 19
HEIMSÓKN Á VOPNAFJÖRÐ
sem mesta hagræðingu í hráefn-
isinnkaupin. Umhverfið í vinnslu
á Rússafiski er með skásta móti
um þessar mundir en mér er eng-
in launung á því að fyrirtækið á
mikið undir því að hægt sé að
frysta uppsjávarfisk. Við fjárfest-
um töluvert a sínum tíma í bún-
aði og húsnæði fyrir uppsjávar-
frystinguna og erum enn að borga
þá fjárfestingu niður.“
Vinnudegi lokið kl. 13
Fyrir rösku ári var sdgið athyglis-
vert skref í frystihúsi Tanga hf.
Þegar vinnutími var endurskipu-
lagður. Breytingin gékk út á að fá
eina samfellu í vinnsluna, þ.e. að
þjappa vinnslunni sem mest sam-
an á eina vakt. Friðrik segir að líkt
og hjá mörgum öðrum fisk-
vinnslufyrirtækjum hafi verið vel
mannað fyrir hádegi en síður eftir
hádegi og til að ná fram hagræð-
ingu í starfsemina og betri nýt-
ingu á mannskap hafi verið ákveð-
ið að stytta vinslutímann f húsinu
niður í 6 klukkustundir, þ.e.
vinnutíma frá 7 á morgnana tii
klukkan 13 á daginn.
„Með þessu fæst ein vinnulota
og húsið er vel mannað allan tím-
ann. Margar af konunum sem
vinna í húsinu eru húsmæður sem
ekki vilja vinna 8 tímana og þær
eru mjög ánægðar með það að
hafa lokið fullum vinnudegi
klukkan eitt á daginn. Eg tel að
fyrirkomulagið hjá okkur sé mjög
fjölskylduvænt og launin eru litlu
lakari , einfaldlega vegna þess að
afköstin verða meiri.“
- Hvernig gekk ykkur að koma
þessu vinnuskipulagi á?
„Svona breytingar ganga aldrei
hljóðlaust í gegn en starfsfólkið sá
fljótt að kostirnir voru miklir við
það að þjappa vinnudeginum
saman með þessum hætti. Eg tel
mig geta fullyrt að það vilja fáir,
ef nokkrir, skipta til fyrra vinnu-
fyrirkomulags. Við höfum gert
skoðanakönnun meðal starfsfólks-
ins og vitum af niðurstöðum
hennar að fólki lxkar þetta vel og
fyrir fyrirtækið er hagkvæmnin
töluverð því afköstin í vinnslunni
eru meiri. Við hjá Tanga erum
þeir einu að ég held í fiskvinnsl-
unni sem keyrum á svona vinnu-
fyrirkomulagi en ég tel að fisk-
vinnslan almennt eigi að reyna að
Loðna frá Tanga hf. í reykingaklefa í
Rússlandi. Hér er hver fiskur þræddur
upp á pijón fyrir reykingu.
stíga skref í þá átt að stytta vinnu-
tímann og gera vinnuumhverfið
fjölskylduvænna. Um það snýst
framtíðin," segir Friðrik Mar
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Tanga hf.
Askja með reyktri loðnu. KíLó
af reyktri Loðnu kostar um 120
krónur i RússLandi og með þá
viðmiðun í huga að mánaðar-
Laun verkamanns eru þar í
Landi um 7.000 krónur þá sést
veL að reykt loðna er ekki mat-
ur fátæka fóLksins i RússLandi,
Likt og margir haLda.
r
Sjálfvirk línukerfi
og færavindur
fyrir allar stæröir báta
Úrvals færakrókar á
frábæru veröi
Lónsbakka ■ 603 Akureyri
Sími 461 1122 • Fax461 1125
dng@dng.is • www.dng.is
Ármúla 44 -108 Reykjavik
Simi 568 0855 ■ Fax 568 6930
vaki@vaki.is ■ www.vaki.is
19