Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2000, Side 22

Ægir - 01.10.2000, Side 22
LÍNUVEIÐAR hversu vel eða illa hún sést í sjón- um. Nokkrar tilraunir hafa gefið tilefni til að álykta að einþætt lína sé veiðnari en margþætt, bæði nærri botni og uppi í sjó. Fjórum til fimm sinnum fleiri þorskar veiddust á einþætta línu en marg- þætta sem lagðar voru nokkuð frá botni. Þessar tilraunir voru gerðar að sumri til í norðurhöfum þar sem bjart er allan sólarhringinn og einnig að vetri tii. Að vetrinum veiddist aðeins um 50% meiri þorskur á einþættu línuna en þá margþættu. Tilraunir þessar sýna marktækan mun á veiðni línu eft- ir því hve vel hún sést þegar hún er lögð uppi í sjó þar sem bjartara er en niðri við botninn. Meðalsundhraði sex þorska skoðaður í firði í Norður-Noregi í septembermán- uói. Lóðréttu strikin tákna staðalvillu. Straumstefna Lagt meö strauml Drelflng lyktar og bragðs frá beitu á línu þegar lagt er með strauml og þvert á straum. Lagt þvert á straum Lína sem öngultaumar eru fest- ir á með sigurnöglum er að með- altali 15% veiðnari á botnfisk svo sem þorsk, ýsu og keilu, en lína sem öngultaumar eru hnýttir við á hefðbundinn hátt, líklega vegna þess að fiskurinn losnar síður af önglinum, einkum meðan línan er dregin upp. (Byggt á grein í Fishing News) Besti öngullinn ekki fundinn upp enn Ósennilegt er að besti öngullinn hafi enn verið fundinn upp. Haldið verður áfram að hanna og prófa nýjar gerðir öngla og gervibeitu. Með gervibeitu er auðveldara að beina veiði að ákveónum fiskitegundum en með náttúrlegri beitu. Hægt er að móta gervibeituna á margvis- legan hátt, bæði lögun hennar og stæró. Hún er því hentugri til vélbeitningar en náttúrlega beitan. Tilraunir meó gervibeitu vió veiðar ým- issa fiskitegunda lofa góðu og vafalaust verður i framtiðinni hægt að fá sérstaka beitu, hentuga til vélbeitningar, fyrir hverja fiskitegund. Hefðbundinn J laga öngull og nokkrar aðrar nýrri gerðir öngla þar sem oddurinn beygist í áttina aó auganu eða leggnum. Aldahvörf - sjávarútvegur á tímamótum: Athyglisverðir þættir á RÚV Nú eru hafnar sýningar á þáttaröð Páls Benediktssonar, fréttamanns, um sjávarútveginn og er það viðamesta verk- efni sem ráðist hefur verið I fyrir sjónvarp hér á landi. Þáttaröðin er gerð i tilefni aldamóta og þar er fjallað um stöðu sjávarútvegs við aldahvörf og horft fram á næsta ár- hundrað. Að sögn Páls samanstendur þáttaröðin af átta 50 minútna þáttum þar sem fjallað er um ólik svið þessarar höfuðatvinnugreinar landsmanna. Heiti þáttanna gefur þetta til kynna: Lífríkið, Fiskveiðar, Fiskveiðistjórnun, Umheimurinn, Fiskvinnsla, Útflutningsmarkaður, Fiskeldi og Efnahagur og nýtækni. Viða var leitað fanga og var m.a. ferðast til meira en 20 landa vítt og breytt um heimskringluna. Vinna við þetta mikla verkefni hefurtekið þrjú ár og fjölmargir komið að verki eins og nærri má geta. í þáttunum, sem hafa afar alþjóðlegt yfirbragð, er rætt við framámenn í atvinnulífi og stjórnmálum víða um heim. Framleiðandi er fyrirtæki Páls, Arcticfilm ehf. en Ríkis- útvarpið er meðframleiðandi. Ríkisstjórn íslands styrkti verkefnið svo og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Ætlunin er að gera þrjá alþjóðlega sjónvarpsþætti úr þessu viðamikla efni er verða sýndir víða um heim. - vh.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.