Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2000, Qupperneq 24

Ægir - 01.10.2000, Qupperneq 24
UMRÆÐAN Verður álitsgerð Auðlindanefndar grundvöllur að sátt um stjórn fiskveiða? Álitsgerð Auðlindanefndar liggur nú fyrir í henni er fjallað um margs- konar auðlindir og lagt til að tilteknar auðlindir verði í þjóðareign. „Sáttagerð L.Í.Ú. og Davíðs Oddssonar birtist í veióigjaldsleiðinni. Þeirri sáttagerð hefur greinilega verið troðið inn í álit Auð- lindanefndar af fulltrúum SjálfstæðisfLokks- ins og i nefndinni lýsa tveir þeirra yfir sér- stökum stuðningi við hana." Jóhann Ársæls- son, alþingis- maóur Samfylk- ingarinnar, skrifar. Margt er athyglisvert í álitsgerðinni. En við yfirlestur finnst sennilega ýmsum að undarlegar mótsagnir trufli lesturinn. Þar er þó fyrst og fremst um að ræða þann mun sem er á umfjöllun nefndarinnar um nýtingu fiskistofna, annars vegar fari stjórnvöld svokallaða veiðigjalds- leið og hins vegar fari þau fyrningarleið. Nefndin kemst nefnilega að sam- bærilegum og nánast einsleitum niðurstöðum um hvernig fara skuli með allar auðlindir í þjóðar- eign. Þar svífur sá andi, svo ekki verður um villst, yfir vötnum að jafnræði skuli ríkja við aðgang manna að nýtingu þeirra. Leigu- markaður eða útboð skuli nota til að leysa úr því hverjir fái að nýta auðlindir ef markaðsaðstæður eru fyrir hendi. Og svokölluð fyrningarleið vegna nýtingar á fiskistofnum fellur alveg prýðilega inn í þessa heildarlausn sem nefndin hefur fengið sem niðurstöðu út úr starfi sínu. Lesi menn þessa skýrslu og felli út úr henni það sem sagt er um veiðigjaldsleiðina, verður nið- urstaða nefndarinnar heildstæð og trúverðug. Það er þess vegna ekki vafi á að það ber að líta á fyrning- arleiðina og sambærilegar tillögur um meðferð allra auðlinda sem aðalniðurstöðu nefndarinnar. Þessi leið gæti leyst öll aðalá- greiningsefnin sem uppi eru vegna þess ígildis eignarhalds sem útgerðarmenn hafa nú á fiski- stofnunum. Hún mundi tryggja arðinn til þjóðarinnar af nýtingu fiskistofna jafnvel þó erlendum aðilum yrði leyft að taka þátt í út- gerð hér við land. Þessi leið mundi auðvelda nýliðun í útgerð og rétta hlut sjávarbyggðanna því að þær færu í raun að njóta á ný nálægðar sinnar við fengsæl mið. Verði þessi leið valin gæti álits- gerð auðlindanefndar orðið

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.