Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2000, Qupperneq 25

Ægir - 01.10.2000, Qupperneq 25
UMRÆÐAN grundvöllur að sáttum um nýt- ingu allra auðlinda í þjóðareign. En það virðist hins vegar ekki líklegt að þessi leið verði valin vegna þess að margar vísbending- ar eru um að sáttagerðin sé ein- ungis milli L.I.U. forystunnar og stjórnvalda. Enda heitir þetta ekki lengur þjóðarsátt í munni ráðherranna. Það heitir meiri sátt og svo bæta þeir við að vitanlega verði aldrei sátt um þetta mál, til þess séu of miklir hagsmunir í húfi. Sáttagerð L.Í.Ú. og Davíðs Oddssonar birtist í veiðigjalds- leiðinni. Þeirri sáttagerð hefur greinilega verið troðið inn í álit Auðlindanefndar af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og í nefnd- inni lýsa tveir þeirra yfir sérstök- um stuðningi við hana. Fingraför- in leyna sér ekki og eftirleikurinn er hafinn. Hann hófst um leið og Auðlindanefnd skilaði af sér. Þá beið L.I.Ú. í startholunum hélt blaðamannafund og lýsti yfir stuðningi við veiðigjaldsleiðina ef hún yrði farin á þeirra forsendum. Sjávarútvegsráðherrann lét ekki á sér standa, lýsti veiðigjaldsleið- inni sem bestu afmælisgjöf sem hann hefði fengið og boðaði frum- varp um málið strax um næstu áramót. Formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis taldi veiði- gjaldsleiðina mun betri en aðaltil- lögu nefndarinnar hvað varðar all- ar auðiindir og margir sjálfstæðis- menn hafa lýst yfir stuðningi við þessa leið. Framsóknarmenn hafa hins vegar talað varlega og hvatt til þess að málið yrði skoðað vand- lega áður en kveðið verði uppúr um hvaða leið verður valin. Það er nú mjög mikilvægt að ekki verði hrapað að niðurstöðu um hvaða leið verður valin til að leita sátta um nýtingu auðlindarinnar. Verði veiðigjaldsleiðin farin á forsend- um L.Í.Ú. og Sjálfstæðisflokksins verður núverandi kvótahöfum tryggð einokun á íslandsmiðum. Um það verður aldrei sátt. Það virðist einnig eiga að gefa stórút- gerðunum sérstakt veiðileyfi á smærri útgerðirnar með því að lyfta þakinu af kvótaeigninni. Nýlega hefur komið fram að sjáv- arútvegsráðherrann telur hættu- legt að hleypa erlendum aðilum inn í útgerð á íslandi. Það þarf enginn að vera undrandi á því að „Það er þess vegna ekki vafi á að það ber aó líta á fyrningarLeiðina og sambærilegar tillögur um meðferð aLLra auðLinda sem aðaL- nióurstöðu nefndarinnar." þeir sem aðhyllast þá stefnu að þeir sem nú stunda stórútgerð hér eigi að eiga auðlindina um aldur og eilífð séu dálítið smeykir við að hleypa erlendum aðilum inn í út- gerð á íslandi vegna þess að með þessu fyrirkomulagi yrði galopið fyrir erlenda auðhringa að kaupa upp íslandsmið, en slíkt væri óhugsandi ef fyrningarleiðin yrði farin. Stefna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli er háskaleg og um hana verður aldrei sátt. Nú reynir á hvort aðrir flokkar ætla að láta Sjálfstæðisflokkinn teyma sig þá einokunarleið sem Sjávarútvegs- ráðherrann boðar. Verði það niðurstaðan verður álitsgerð auðlindanefndar ekki grundvöllur að sátt með þjóðinni. Það virðist einnig eiga að gefa stórút- gerðunum sérstakt veiðileyfi á smærri útgerðirnar með þvi að lyfta þakinu af kvótaeigninni. 25

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.