Ægir - 01.10.2000, Side 26
FRÉTTAVIÐTAL
„Ekki ástæða til að
breyta reglum um fjár-
festingar erlendra aðila
í íslenskum sjávarútvegi"
- Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ræðir skýrslu Auðlindanefndar, erlenda fjárfestingu,
breytingu á kvótaþaki og fleira
„Helstu og stærstu tíðindin í tillögum Auðlindanefndar finnast mér vera
þau að nefndarmenn eru sammála um að aflamarkskerfið eigi áfram að
vera hornsteinn íslenskrar fiskveiðistjórnunar. í skýrslunni eru vegvísar
um auðlindamál íslenskrar þjóðar í heild og lagt er til að í stjórnarskrá
verði bætt við ákvæði þannig að eignarhald á auðlindum sem ekki eru
í einkaeign, verði í þjóðareign."
„Það á skoða í heildarsamhengi og Alþingi ætti að
gera það að mestu leyti, óháð því hverju fram vindur
í endurskoðun laganna um stjórn fiskveiða," segir
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra í samtali við
Ægi um þær tillögur sem Auðlindanefnd setti fram á
dögunum. Þær hafa fengið mikla athygli og hafa
menn litið svo á að þær séu mikilvægt skref til þess
að skapa sættir í þeim miklu deilum sem verið hafa
síðustu árin um markmið og leiðir við stjórn fisk-
veiða.
íslenskur sjávarútvegur
í harðri samkeppni
„Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að greiða eigi
fyrir afnotin en hún setur jafnframt skilyrði fyrir
gjaldtökunni. Slík greiðsla stuðli að því að sátt geti
tekist um stjórn fiskveiða og verði sú gjaldtaka
ákveðin með hliðsjón af afkomuskilyrðum og upp-
byggingu sjávarútvegsins og þeirri óvissu sem hann á
við að búa, meðal annars vegna ófyrirsjáanlegra breyt-
inga á aflabrögðum og vegna alþjóðlegrar samkeppni,
þar á meðal þau skilyrði sem sjávarútvegur annarra
þjóða býr við,“ segir Árni M. Mathiesen og telur
þetta mikilvægt, ásamt þeirri forsendu nefndarinnar
að gjaldtakan verði hófleg. „Tekið er fram að veita
eigi núverandi handhöfum aflahlutdeilda aðlögunar-
tíma, bæði vegna íþyngjandi breytinga og með tilvís-
un til áunninna atvinnuréttinda. Aðlögunartíminn
fari eftir hvaða gjaldtökuleið verði valin, áhrifum
hennar á tekjuskiptingu innan greinarinnar og hve
gjaldtakan verður mikil.“
Gjaldtökuleiðirnar sem nefndin leggur til, og ger-
ir ekki upp á milli, eru tvær; fyrningarleið eða veiði-
gjaldsleið. „Báðar hafa þær áhrif á verðmæti sjávarút-
vegsfyrirtækja, veðhæfni þeirra og stöðu greinarinnar
í heild. Það er verið að taka fjármuni út úr hagkerfi
sjávarútvegsins, með öðrum orðum minnka það. Síð-
ast en ekki síst er svo kaflinn um fiskveiðistjórnuna-
kerfið í heild. Þar koma fram athyglisverðar tillögur.
Nefndin mælir eindregið gegn því að framsal á kvóta
verði takmarkað, enda sé flutningur á aflaheimildum
til fyrirtækja sem best geta nýtt þær ein helsta leiðin
til aukinnar hagkvæmni í greininni. Hvað varðar sér-
stakar eða breyttar skattareglur til að ríkið nái aukn-
um hlut af ágóða af kvótaviðskiptum leggst nefndin
gegn því að slíkar breytingar verði gerðar, enda muni
auðlindagjaldið koma í staðinn. Þegar rætt er um
dreifða eignaraðild er bent á að tækniþróun og gjör-
breytt skilyrði á fjármagnsmarkaði séu meginorsakir
breytinga á skipulagi sjávarútvegsfyrirtækja frekar en
kvótakerfið. Þegar kvótaþakið hafi verið leitt í lög
hafi það byggst á þeirri skoðun að kvótakerfið væri
aðalorsök samþjöppunarinnar og henni fylgdi hætta á
byggðaröskun og yfirdrottnun fárra. Bent er á að ís-
lenskur sjávarútvegur sé í harðri samkeppni og
stærstu fyrirtækin í greininni fjarri því að vera stór á
alþjóðlegan mælikvarða. Þarna eru leidd rök að því að
afnema kvótaþakið."
Samsæriskenningar fleiri en samsærin
En er með sanni að segja að þessar tillögur séu grund-
völlur sátta f greininni?