Ægir - 01.10.2000, Qupperneq 28
SJÓMANNAALMANAK
Sjómannalmanak Fiskifélags íslands í vinnslu:
Skipaskráin skiptir
um ham
„Svona útgáfa er sífelld þróunarvinna," segir Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli
sem hefur umsjón með gerð Sjómannaalmanaksins 2001
Undirbúningur útgáfu Sjómannaalmanaks Fiskifélags ís-
lands og íslenskri skipa- og hafnaskrá 2001 stendur nú
sem hæst og er áætlað að bækurnar komi út fyrir miðj-
an desembermánuð. í bókunum í ár er bryddað upp á
ýmiss konar nýbreytni sem mun koma lesendum þægi-
lega á óvart.
„Það sem e.t.v. mun helst vekja athygli er
að Sjómannaalmanakið fyrir næsta ár og
íylgibók þess, Islensk skipa- og hafna-
skrá, verða í stærra broti en áður og er þar
með rofm áralöng hefð. Brot bókanna
stækkar um 20% en með því verður texti
læsilegri og myndir og auglýsingar
stærri. Þá er efni almanaksins aukið og
endurbætt og er það í beinu framhaldi af
nýrri uppröðun efnis sem ráðist var í í síð-
ustu útgáfu," sagði Valþór Hlöðversson,
framkvæmdastjóri Athygli sem hefur
umsjón með útgáfu almanaksins fyrir
hönd Fiskifélagsútgáfunnar.
Glaðbeittir starfsmenn Athygli og Markfells sem
bera hitann og þungann af útgáfu Sjómanna-
almanaksins 2001 og íslenskri skipa- og hafna-
skrá. Frá vinstri Valþór Hlöðversson frá Athygli,
Birna Siguróardóttir og Ingibjörg Ágústsdóttir
frá Markfelli ehf. og Elin Sigurðardóttir og
Embla Oddsdóttir frá Athygli.
■ 28
Mest lesna almanaktð
Söfnun auglýsinga í Sjómannalmanakið
er nú í fullum gangi og að sögn Ingi-
bjargar Ágústsdóttur, auglýsingastjóra,
eru viðtökur auglýsenda afar góðar. Hún
sagði að auglýsingamarkaðurinn væri
stöðugt að breytast: gömul og gróin fyr-
irtæki hætti rekstri með sameiningu við
önnur en ný fyrirtæki komi einnig fram á
sjónarsviðið. „Þá höfum við boðið ýmsum
aðilum auglýsingar sem ekki hafa talist
til okkar markhóps hingað til og er óhætt
að segja að viðtökur þeirra hafa verið frá-
bærar. Það segir okkur einfaldlega að
auglýsendur skynja að Sjómannalmanak
Fiskifélags Islands er það rit sem sjómenn
nota fyrst og fremst enda eru þeir vanir
því eftir áratuga útgáfu."
Aðspurður sagði Valþór Hlöðversson
að útgáfa almanaksins væri skemmtilegt
verk og metnaðarfullt. „Við gerum okkur
grein fyrir því að kröfur þeirra sem nota
bækur af þessu tagi aukast ár frá ári.
Hvers konar upplýsingamiðlun er ágeng-
ari en áður var og slagurinn um athygli
sjómanna og annarra sem starfa í sjávar-
útveginum harðnar. Samkeppnin á þessu
sviði er því af hinu góða og henni höfum
við mætt með aukinni og endurbættri
bók ár frá ári. Þetta er því þróunarstarf
sem aldrei tekur enda."
Áreiðanleikinn í fyrirrúmi
Eins og kunnugt er hvílir sú lagaskylda á
útgerðum skipa að hafa sjómannaalman-
ak um borð og er það vegna mikilvægis
þeirra upplýsinga sem þar er að finna.
„Við höfum stundum verið að gantast
með það hér á ritstjórninni að það sé eins
gott að hafa flóðatöflur og vitaskrár í lagi
því annars sigli menn einfaldlega í strand
og krefji svo Fiskifélagsútgáfuna um bæt-
ur! Vissulega kunna sjómenn betur sitt
fag en svo að þeir treysti alfarið á slíkar
upplýsingar í okkar riti en það breytir
ekki því að þær þurfa að vera réttar. Við
gerum okkur því afar ríka grein fyrir
ábyrgð okkar á því að upplýsingar komist
óbrenglaðar til skila og því reynum við að
vera í sem bestu sambandi við þá aðila
sem gefa slíkt út. Einnig eru prófarkir af
almanakinu marglesnar yfir til að tryggja
að prentvillupúkinn komist ekki á stjá.
Við heyrum það líka á þeim sem nota Sjó-
mannaalmanak Fiskifélagsins að þeir
treysta því sem þar stendur," sagði Val-
þór ennfremur.
Endurbætt skipaskrá
Það sem einnig telst til tíðinda hvað
varðar Sjómannaalmanakið fyrir næsta ár
er að skipaskráin verður allt öðruvísi
brotin um en áður og upplýsingar enn
betri en fyrr. Jafnframt verða myndir af
skipum fleiri en áður og mun stærri. Val-
þór sagði kannanir benda til að þessi skrá
væri afar mikið notuð enda vildu sjó-
menn fylgjast með annarra fleyum. Þá
verða nokkrar breytingar á hafnarkaflan-
um sem munu auka mjög upplýsinga-
gildi hans, sjómönnum til hagsbóta.
Utgáfa bóka á borð við Sjómannaalm-
anakið og Islenska skipa- og hafnaskrá er
býsna viðamikið verk. Fjöldi starfsmanna
kemur að því seinni hluta hvers árs:
Starfsfólk Fiskifélags Islands, starfsmenn
Athygli sem sjá um efnisvinnslu og um-
brot bókanna, starfsfólk Markfells sem
safnar auglýsingunum og loks starfsmenn
Odda hf. sem hafa prentað bækurnar und-
anfarin ár. Loks má ekki gleyma fjölda
starfsmanna stofnana og félagasamtaka
sem lesa yfir einstaka kafla og eru útgef-
endum til ráðuneytis um efni bókanna.