Ægir - 01.10.2000, Page 29
FJARSKIPTI & SJÁVARÚTVEGURHHB
Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar. „Hægt að klæðskerasauma fjarskiptalausnir að þörfum hvers og eins.
„Höfum á liðnum árum aukið
sérstöðu okkar á fjarskiptasviðinu"
- segir Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar ehf.
„Okkar sérhæfing hjá Radíómiðun snýst um fjarskipta-
lausnir fyrir sjávarútveginn og á því sviði teljum við
okkur hafa að bjóða fjölþætta möguleika."
„Staðreyndin er sú að þegar kemur að
fjarskiptum skipa þá er fyrsta spurningin
sú hvaða þarfir viðskiptavinarins þarf að
uppfylla, hverjar hans óskir eru og svo
framvegis. Þegar forsendurnar eru ljósar
þá er hægt að klæðskerasauma lausnir
fyrir hvern og einn en ég þori að fullyrða
að í mörgum tilfellum er hægt að verða
við óskum viðskiptavinanna með ódýrari
hætti en marga þeirra grunar," segir Jó-
hann Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá
Radíómiðun.
„Það sem hæst ber að mínu mati um
þessar mundir er bylting í verðlagningu
gervihnattasambands,“ segir Jóhann og
bendir á að fyrirtæki hans hafi nýverið
farið að bjóða lausnir í svokölluðu
EMSAT kerfi, en það er gervihnattasam-
band um hnött yfir miðbaug sem nær til
Evrópu og yfir allt N-Atlantshafið. Kerf-
ið býður upp á talmöguleika og gagna-
flutning með 4,8 kbps sambandi, sem
þýðir t.d. að öll einföld tölvupóstsam-
skipti eru auðveld.
„Mínútugjaldið í EMSAT-kerfinu er
komið niður fyrir 100 krónur og það er
veruleg lækkun frá því sem þekkst hefur
í gervihnattasambandi. Tölvupóstþjón-
usta hefur verið í boði um margra ára
29