Ægir - 01.10.2000, Side 33
FJARSKIPTI & SJÁVARÚTVEGUR
Gervihnattasjónvarp gerir
sjómenn ánægðarí í starfi
- segir Reynir Guðjónsson hjá ísmar
„Mér segir svo hugur að þess verði ekki langt að bíða að
þægindi á borð við gervihnattasjónvarp verði svo mikil-
vægur búnaður í íslenskum sjávarútvegi að hann kunni
að ráða úrslitum um hvort menn ráða sig um borð eða
ekki."
„Gervihnattasjónvarp hefur rutt sér til
rúms á skipum vítt og breitt um heiminn
og sú þróun á sér líka stað hér á landi,“
segir Reynir Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri hjá sölu- og þjónustufyrirtækinu
Ismar í Reykjavík.
ísmar selur búnað til síma- og tölvu-
fjarskipta um gervihnetti, sem og búnað
til að móttaka sjónvarpssendingar um
gervihnött. Reynir segir vissulega mis-
jafnt milli útgerða hversu mikill áhugi sé
á framþróuninni en ráða megi af hönnun
nýrra skipa að gert sé ráð fyrir nýjustu
tölvu og fjarskiptatækni. Dæmi um það
nefnir Reynir t.d. nótaskipið Huginn,
sem senn er væntanlegt frá Chile en um
borð eru tölvulagnir innan skipsins og
geta skipverjar þannig nettengt sfnar far-
tölvur á innra net skipsins. Slíkt auðveld-
ar þeim t.d. fjarskipti við land með tölvu-
pósti.
„Smám saman er að verða auðveldara að
fást við tengingu skipa við Veraldarvef-
inn og kemur þar tvennt til. Annars veg-
ar fer gjaldtakan lækkandi hjá gervi-
hnattafyrirtækjunum og hins vegar er
búnaðurinn að taka miklum framförum
hvað varðar flutningsgetu," segir Reynir
og nefnir að tölvusamskiptin geti skilað
útgerðum mikilli hagræðingu, sölufyrir-
tækjum á fiski hraðari upplýsingum og
fyrir skipverjana um borð teljist
nettengdur tölvubúnaður til þæginda
sem líkist lífinu í landi og geti þar með
vegið að hluta upp á móti fjarverunni frá
heimilum.
„Sjónvarpstengingarnar sem við erum
að bjóða uppá eru líka hluti af auknum
þægindum sjómanna og liður í því að
gera þá ánægðari í starfi. Mörg útgerðar-
fyrirtæki hér á landi hafa þegar fengið
gervihnattasjónvarp um borð og t.d. hef-
ur Samherji hf. nýverið pantað gervi-
hnattadiska á öll sín fiskiskip," segir
Reynir. Aðspurður hvaða efni það er sem
sjómenn eru frekast að sækjast eftir í
gervihnattasjónvarpinu segir Reynir það
vafalítið íþróttaefnið. „Menn geta valið á
milli fjöldamargra erlendra sjónvarps-
stöðva og fengið fjöldan allan af beinum
sýningum frá íþróttakappleikjum. Hins
vegar er því miður ekki ennþá komið ís-
lenskt sjónvarpsefni í gervihnött en við
höfum þrýst á Ríkisútvarpið að senda
sína dagskrá upp í hnött. Það fer að verða
mikið hagsmunamál fyrir þessi fjölmörgu
skip sem komin eru með gervihnatta-
diska og eru að sækja langt út fyrir svæði
endurvarpsstöðva á landi,“ segir Reynir
Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ismar.
Ljósmynd: Hreinn Magnusson
Reynir Guðjónsson, framkvæmdastjóri ísmar.