Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2000, Page 37

Ægir - 01.10.2000, Page 37
Draugar fortíðar í gegnum tíðina hefur því verið haldið fram í ræðu og riti að Is- lendingum sé fyrirmunað að ganga til liðs við ESB sökum sjáv- arútvegsstefnu sambandsins. Hafa boðberar þessa sjónarmiðs haldið því fram að við fulla aðild myndu erlend fiskiskip fá nánast frjálsan aðgang að íslensku fiskveiðilög- sögunni og að allt eftirlit með þeirra veiðum yrði í höndum fánaríkis viðkomandi fiskiskips. Islendingar myndu svo til ekkert hafa að segja um stjórn fiskveiða við íslandsstrendur sem yrði bein ávísun á glundroða í sjávarútvegi sem og íslensku efnahagslífi. Þessum draugasögum hefur verið vísað til föðurhúsanna. Staðreynd- irnar eru þær að Islendingar myndu, hér eftir sem hingað til, svo til einir hafa rétt til að nýta fiskimiðin umhverfis landið og allt eftirlit á miðunum yrði alfar- ið í okkar höndum. Undirritaður hefur fjallað ítarlega um upp- byggingu sjávarútvegsstefnunnar og hvernig þessum málum yrði háttað ættum við fulla aðild að sambandinu hér í Ægi (okt. nóv. og des. 1999) og á síðum Morg- unblaðsins. Er ekki talin ástæða til að endurtaka þá umræðu hér. Varnarbarátta úrtölumanna snýst þessa stundina einkum og sér í lagi um ákvörðun hámarskafla á Islandsmiðum, ættum við fulla aðild að Evrópusambandinu, flökkustofna, erlendar fjárfesting- ar og kvótahopp. Mun ég því ein- beita mér að þessum þáttum. Ákvörðun hámarksafla Oftar en ekki er látið að því liggja að Evrópusambandið sé eins kon- ar skrímsli sem nærist og lifi sný- kjulífi á aðildarríkjunum og að smáríki eins og ísland eigi þangað lítið erindi. Vitaskuld er þetta rangt. Aðildarríkin, stór sem smá, eru ekki leiksoppur sambandsins heldur stjórnendur þess. Þau vinna saman og deila fullveldi sínu á ákveðnum sviðum sem þau telja að samvinna skili betri ár- angri en einangraðar aðgerðir hvers þjóðríkis fyrir sig. Þvert á úrtöluraddir, þá gengur smærri ríkjunum mjög vel að tryggja sér- hagsmuni sína gagnvart stærri ríkjunum. Sérhagsmunir smærri ríkja eru fáir og yfirleitt skýrt af- markaðir og með því að forgangs- raða vel í stjórnsýslunni ná þau markmiðum sínum. Smærri ríkin eru mjög ósveigjanleg hvað við- kemur sérhagsmunum sínum en mjög sveigjanleg í öðrum mála- flokkum. Aðildarríkin eru vel að sér um sérhagsmuni hvors annars og rík hefð er fyrir gagnkvæmri virðingu á þessum afmörkuðu sviðum. Þrátt fyrir að dæmi séu til um undanþágur og klæðskerasaumað- ar sérlausnir fyrir aðildarríki ESB er ekki raunhæft að reikna með því að Islendingar gætu staðið fyrir utan sjávarútvegsstefnuna í einu og öllu til frambúðar - enda óvíst að slíkt myndi þjóna hags- munum Islendinga til langframa. Það liggur því í hlutarins eðli að endanleg ákvörðun um hámarks- afla á Islandsmiðum yrði tekin í ráðherraráðinu, þar sem sjávarút- vegsráðherrar aðildarríkjanna sitja umhverfis borðið, ættum við fulla aðild að ESB. Sem fyrr myndi sjávarútvegsráðherra Islands móta tillögur um hámarksafla í sam- vinnu við hagsmunaaðila, rök- studdar út frá bestu fáanlegu vís- indalegum gögnum. Hann myndi bera upp tillöguna meðal kollega sinna í ráðherraráðinu og þar yrði hún samþykkt. Engin önnur þjóð ætti hagsmuna að gæta við þessa ákvörðun og því óhætt að fullyrða að ráðherraráðið færi ekki að hringla í tillögum íslenska sjávar- útvegsráðherrans. Þrátt fyrir þessa staðreynd er þetta ákvörðunar- tökuferli eitur í beinum margra íslendinga og nánast eitt og sér nóg til að útiloka hugsanlega að- ild íslands að Evrópusambandinu, að þeirra mati. í skýrslu utanrík- isráðherra um stöðu Islands í Evr- ópusamstarfi, sem gefin var út í apríl s.l. segir: „Þótt ekki sé ólík- legt að hugmyndum Islendinga um heildarafla yrði fylgt væri ekki hægt að koma í veg fyrir að öðrum hagsmunum yrði blandað saman við slíka ákvarðanatöku en önnur ríki geta haft áhrif á niður- stöðuna." Það sem hér er átt við er að t.d. Spánverjar, Italir og Grikkir gætu blandað ákvörðun er varðar ólivuræktun við ákvörð- un um hámarksafla á íslandsmið- um! Markmiðið væri að stunda hrossakaup í ráðinu með þeim af- leiðingum að ákvörðun er varðar grundvallarhagsmuni íslendinga, og snýst um fiskveiðar, yrði tekin gegn vilja okkar. Þetta er vissu- lega fræðilegur möguleiki en alls ekki raunhæfur. Það eru engin dæmi þess í sögu Evrópusam- bandsins að ákvarðanir séu teknar þvert á augljósa sérhagsmuni eins aðildarrfkis enda gæti slíkt haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ef slíkt gerðist myndi annað af tvennu gerast: Viðkomandi ríki myndi hóta að yfirgefa sambandið og slík uppákoma gæti haft for- dæmisgildi. Hinn möguleikinn er sá að ríkið myndi svara með mik- illi stífni og ósveigjanleika á öll- um stigum í ákvörðunartökuferli sambandsins í öllum málaflokk- um. Hvort tveggja myndi trufla starfsemi sambandsins og skaða það verulega, burtséð frá stærð ríkisins sem hlut ætti að máli. Með þessar staðreyndir í huga geta lesendur spáð í líkurnar á því að teknar yrðu ákvarðanir í ráð- herraráðinu sem snerta augljósa grundvallarhagsmuni Islendinga þvert á vilja okkar. Flökkustofnar Eina veiðireynsla Evrópusam- bandsþjóða á Islandsmiðum eftir að landhelgin var færð út í 200 mílur eru þau tonn sem þeim hef- ur tekist að nýta af 3.000 tonna karfakvóta sem samið var um í tengslum við EES-samninginn. Auk þess höfðu Belgar til skamms tíma rétt á að veiða nokkur tonn „Það liggur því í htutarins eðli að endanleg ákvörðun um hámarksafla á íslandsmióum yrði tekin í ráðherraráð- inu, þar sem sjávar- útvegsráðherrar að- ildarrikjanna sitja umhverfís borðið, ættum við fuLLa að- ild að ESB. Sem fyrr myndi sjávarútvegs- ráðherra ístands móta tiltögur um há- marksafta í sam- vinnu við hagsmuna- aðita, rökstuddar út frá bestu fáantegu vísindategum gögn- um." 37

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.