Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 46
Helstu verktakar og birgjar
sem komu að smíði Þorláks ÍS 15
VéLasaLan Nauta Shipyard Skipasmíði
VéLassaLan AðaLvéL, rafstöðvar ofL.
Skipsýn Hönnun og ráðgjöf
MarafL ehf. NorSap stóLL
Radíómiðun Tæki í brú
Dímon LinubeitningavéL frá BFG
ÓLsen SLeppigáLgi
Icedan Björgunarbúnaður
Örgjafinn Rafbúnaður
Rafskaut Rafbúnaóur
Vaki-DNG Linetech Línukerfi
ELdverk SLökkvikerfi
MáLning hf. HempeLs skipamáLning
SigLingastofnun FLokkun og eftirlit
SKIPASTÓLLINN
ingastofnunar Islands. Skipið er með tvö
heil þilför stafna á milli, perustefni, þver-
an skut og brú á reisn á afturskipi. Bil á
milli banda á bol er 500 mm. Skipið er
sérstaklega útbúið til veiða með línu en
milliþilfar styrkt fyrir togspil og skut-
gálga.
Undir aðalþilfari er skipinu skipt með
fimrn vatnsþéttum þverskipsþilum í eft-
irtalin rúm; fremst er stafnhylki fyrir sjó,
þá hátankur fyrir eldsneytisolíu, íbúðir
framskips með ferskvatnstönkum í botni,
fiskilest með stálklæddum botni, véla-
rúm með tveimur hátönkum úti í síðum.
Fremst á aðalþilfari er kaðlageymsla, þá
vistarverur sem ná aftur eftir bakborðs-
síðu skipsins, en vinnsluþilfarið er stjórn-
borðsmegin. Aftast á aðalþilfari bak-
borðsmegin er beituklefi og verkstæði.
Fremst á efra þilfari eru akkerisspil, þá
ljósamastur sem jafnframt er neyðarupp-
gangur upp úr íbúðum, þilfarskrani og
lestarlúga. Brúin er á reisn með andvelti-
geymi í holrýminu ásamt loftræstibúnaði
ofl. Sambyggt brúnni eru klefi skipstjóra
og skorsteinshús. Á þaki brúar eru vinnu-
ljós og mastur fyrir ratsjá, siglingaljós og
leitarkastara.
íbúðir
I skipinu eru íbúðir og klefar fyrir 13
manna áhöfn í eins, tveggja og þriggja
manna klefum. Undir aðalþilfari eru
fremst í skipinu tveir tveggja manna
klefar. Fremst á aðalþilfari eru tveir
þriggja manna klefar og tveggja manna
klefi. Fremst bakborðsmegin í skipinu
eru salerni með sturtu, þá eldhús, borð-
salur og setustofa. Þar aftan við eru sal-
erni og vélareisn auk stakkageymslu.
Ibúðir eru einangraðar með steinull,
klæddar þilplötum og hitaðar upp með
kælivatni véla og rafkatli þegar vélar eru
ekki í gangi. I áhöfn verða 7 menn.
Brúin
Brúin er í stjórnpallsstíl með hefðbundnu
fyrirkomulagi á stjórntækjum. Aftan við
brúnna er klefi skipstjóra og stigahús
niður í skipið ásamt sambyggðu skor-
steinshúsi. Skipstjórastóllinn er í braut
frá NorSap. Bakborðsmegin í brúnni er
stigi niður í matsal á milliþilfari. Á aftur-
þili brúar er útgangur aftur á þilfar.
Milliþilfar
Vinnsluþilfarið er mjög rúmgott miðað
við stærð bátsins og er um 20 metra
langt. Fremst á vinnsluþilfari er vökva-
knúin netalúga stjórnborðsmegin og
dráttarspil fyrir línu. Beitningavélin er
frá BFG (Best Fishing Gear) í Noregi.
Hún er af nýrri gerð sem er til muna ein-
faldari en þær vélar sem hafa verið notað-
ar hingað til. Dráttarspilið er 3,5 tonn frá
Rapp Hydema, uppstokkarinn, beitn-
ingavélin og rekkarnir eru frá BFG og
Linetech línukerfið er frá Vaka-DNG.
Línan sem notuð er um borð í Þorláki er
7 mm fiskilína með segulnöglum frá
Fiskevegen í Noregi. Hún er með 24.000
króka og hentar 7 manna áhöfn. Beitu-
klefinn er einangraður, klæddur krossviði
og húðaður með trefjaplastefni. Fyrir
beituklefa er sérstakt frystikerfi sam-
byggt klefanum. Varmaorka eimsvala
beitufrystikerfisins er notuð til að hita
upp milliþilfar.
Lestin, vindu- og
losunarbúnaður
Lest skipsins er rúmgóð kælilest sem
rúmar 86 stk. 660 1 kör. Hún er klædd
stáli á gólfi upp á miðjar síður en
krossviði þar fyrir ofan og í lofti. Stálið
var sandblásið og málað. Lestin er ein-
angruð með steinull. Fyrir lest er kæli-
kerfi með Guntner rafdrifnum kæliblás-
ara.
Löndunarkraninn er Triplex KN 16
Slippfélagiö
Málningarverksmiója
Dugguvogi 4 1104 Reykjavík
Sími: 588 8000 / Fax: 568 9255
SSSB
ÞORLÁKUR ÍS-15
Óskum útgerð og áhöfn
til hamingju með nýja skipið.
Skipið er málað með HEMPELS
skipamálningu frá Slippfélaginu
Málningarverksmiðju.