Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Blaðsíða 15
13
Bjarnason i nefnd þá, sem úthluta á styrk til skálda og
listamanna.
Há8kólabygging. Háskólaráðið skoraði með brjefi, dags.
19. febr. 1920 á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja háskólan-
um sem fyrst hæfilega lóð undir háskólabyggingu og
stúdentaheimili, og að byggingar þessar yrðu teknar í tölu
þeirra bygginga, sem ráðgerðar eru í lögum um húsa-
gerð ríkisins.
Styrktarsjóðnr Hannesar Árnasonar. Háskólaráðið ákvað á
fundi 22. nóv. 1919 að auglýsa til umsóknar styrk úr sjóðn-
um. Jafnframt var prófessor Sigurði Nordal og prófessor
Ólafi Lárussyni falið að taka til athugunar brejdingar á
skipulagsskrá sjóðsins. A fundi háskólaráðsins 12. janúar
1920 voru samþyktar til fullnustu tillögur til breytinga á
skipulagsskrá sjóðsins og rektor falið að koma þeim á fram-
færi við stjórnarráðið.
A fundi 16. júní samþykti háskólaráðið að mæla með þvi,
að frú Björgu Blöndal cand. phil. í Kaupmannahöfn yrði
veittur styrkur úr sjóðnum næstu fjögur ár, en hún var
eini umsækjandinn.
Utanfararstyrkur kandídata. Eftir tillögum liáskólarektors
samþykti háskólaráðið að binda veitingu utanfararstyrks
kandídata þessum skilyrðum:
Að þeir sendi háskólaráðinu skýrslu um, hvernig þeir noti
styrkinn. Skýrslurnar skal birta í árbók háskólans;
að þeir semji ritgerð og sendi háskólaráðinu, eða haldi
tvo eða fleiri fyrirlestra í háskólanum, um eitthvert
efni, er þeir hafa kynt sjer á ferðinni, hvort heldur
er visindalegt eða miðar að almennri fræðslu.
Enn fremur leitaði háskólaráðið til Alþingis um utanfarar-
slyrk handa læknakandídötum, með því að læknadeild þótti
nauðsyn á, að þeir gætu allir fengið utanfararstyrk, en þótti
þeirri þörf ekki fullnægt með fjárveitingum úr Sáttmálasjóði.