Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Blaðsíða 58

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Blaðsíða 58
56 í heimspekisdeild eru 3 prófessorar. Kennir einn þeirra heimspeki, annar íslenska málfræöi og bókmentasögu, og þriðji islenska sagn- fræöi að öðru leyti. Ef dócentinum í sögu íslands verður veitt prófessorsembætti í ís- lenskri sagnfræði, skal svo með fara, þá er honum verða talin laun, sem hann hefði haft það embætti frá upphafi háskólans. 2. gr. Lög þessi ganga þegar í gildi. III. Utdráttur úr erföaskrá próf., dr. phil. Btjörns M. Ólsens. Jeg undirskrifaður, prófessor dr. phil. Björn M. Ólsen i Reykja- vík, sem aldrei hef kvongast og á ekki neitt barn eða afkvæmi á lífi, geri svo felda ráðstöfun fyrir eigum mínum eftir minn dag. § 5. Öllum þeim eigum, sem jeg annars læt eftir mig, skal verja í pen- inga, og fyrir það sem afgangs verður, þegar búið er að greiða skuldir allar, erfðagjald og annan kostnað, skal kaupa tryggileg arðberandi verðbrjef og af þeim mynda sjóð, sem nefnist »Dánarsjóður Björns M. Ólsens«. Dánarsjóður þessi skal standa undir stjórn Háskólaráðs- ins, og skal íslenskukennarinn við háskólann enn fremur eiga sæti i stjórninni, þó að hann sje eigi meðlimur háskólaráðsins. Skal systir mín, Margrét Magnúsdóttir, njóta allra vaxta af sjóðnum, meðan hún lifir. En að henni látinni skal verja vöxtum til eflingar íslenskra fræða (þar á meðal íslendingasögu). Skal íslenskukennarinn við liá- skólann gera tillögur um hvernig nota skuli vexlina, en stjórn sjóðs- ins úrskurðar um það. Stjórn sjóðsins ræður, hvort og að hve miklu leyti vextir eru lagðir við höfuðstól sjóðsins í stað þess að nota þá sem nú var greint. Höfuðstólinn má aldrei skerða. Undir þennan siðasta vilja minn, sem jeg áskil mjer rjett til að breyta, við að auka eða af að nema eða ónýta með öllu, ef mjer þóknast síðar meir, hef jeg skrifað i viðurvist notarii publici. Reykjavík 9. janúar 1918. Björn M. Ólsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.