Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Blaðsíða 54
52
að meslu fram undir aldamólin siðustu, en telja má, að
hann væri hingað alkominn aldamótaárið. Ivvæntist hann
nokkru siðar (1904) Ingileifu Snæbjarnardóttur Þorvaldssonar,
og lifir hún hann ásamt 4 börnum þeirra. Vann hann fyrir sjer
með ýmsu íyrst um sinn. Árin 1906—1911 starfaði hann við
Landsbókasafnið, og var umgengni hans þar allri og lipurð
við notendur safnsins við hrugðið. 1911 var Háskóli íslands
stofnaður, og var hann skipaður dócent í íslandssögu. Gegndi
hann þvi starfi upp frá þvi til dauðadags. Árið 1919 var
emhætti hans gert að prófessorsembætti. Sama ár sæmdi
háskólinn hann doktorsnafnhót »honoris causa«. Rektor há-
skólans var liann valinn 17. júni 1920. Segja mátti, að hann
hefði oft á undanfarinni ævi ált töluvert erfitt uppdráttar
og ekki verið farið með hann að verðleikum, en nú sýndist
alt ætla að fara að komast í fegurra liorf fyrir honum. En
þá var ævi hans lokið. Hann var staddur ulan lands í þeim
tilgangi að sækja norrænan sagnfræðingafund i Kristjaniu er
hann varð bráðkvaddur, 5. júlí þ. á.
Ritstörf Jóns voru mjög mikil, þegar litið er á það, að
hans naut eigi lengi við. Getum vjer sjeð speglast i þeim
hinar tvær stefnur, er náðu lökum á huga hans i Dan-
mörku, önnur frá rikisskjalasafninu, þar sem hann sat og
gróf upp fólginn fróðleik, en hin frá Vallekilde, þar sem
hann kyntist alþýðufræðslu lýðháskólanna. Er hjer ekki rúm
til þess að fara mörgum orðum um rit lians, heldur skulu
hjer aðeins nefnd nokkur hin helstu, en að öðru leyti leyfi
jeg mjer að vísa á ný útkomna ritgerð »Jón Jónsson Aðils«
í Skirni (1920 bls. 225—248) eftir dr. phil. Pál E. ólason.
Fyrst kom ritgerð eftir liann í Historisk Tidskrift 1893:
»Fæstehondens Kaar paa Island i det 18. Aarhundrede«.
Þá má nefna ritgerð allnnkla: »Skúli landfógeti Magnús-
son og ísland um hans daga« í Safni til sögu íslands III.
bindi bls. 1 — 191. Sýnir þessi ritgerð mikla þekkingu á sögu
18. aldarinnar og ágæta sagnritara hæfileika, en efnið var
honum þó að nokkru leyli ofviða. Síðar jók hann þessa rit-