Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Qupperneq 24

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Qupperneq 24
22 Sömu bækur og fyrirfarandi ár voru lagðar til grund- vallar við kensluna. Prófessor Guðmundiir Hannesson: 1. Líffœrafrœði: a) Fór yfir kerfalýsingu Broesike’s. b) Fór yfir fóslurfrœði, síðara misserið, eftir skrifuð- um fyrirlestrum og vegguppdráttum. Til kenslunnar í fósturfræði og kerfalýsingu gengu 6 stundir fyrra miss- erið og 5 stundir síðara misserið. c) Fór yfir svœðalgsingu Cornings, 2 stundir á viku bæði misserin. d) Leiðbeindi yngri nemendum i greiningu líffœra á likum fyrra misserið. 2. Heilbrigðisfrœði: Fór yfir heilbrigðisfrœði Gártners, 2 stundir á viku bæði misserin. 3. Yfirsetufrœði: Fór yfir kenslubók Brandts i 2 stundum á viku bæði misserin, siðara misserið æfði hann elstu stúdentana í fœðingarhjálp á konulíkani. 4. Heilbrigðislöggjöf og stjetlarmál: Fór yfir islenska heilbrigðislöggjöf, skyldur og störf hjeraðslækna og ýms sijettarmál lækna í 1 stund á viku fyrra misserið og nokkurn hluta síðara misseris. Dócent Stefán Jónsson: 1. Fór með viðtali og yfirheyrslu i 2 stundum á viku bæði misserin yfir alm. sjúkdómafrœði. H.Schmaus: Grundr. d. pathol. Anatomie I. var notuð við kensluna og farið yfir bókina frá byrjun aftur að æxli. 2. Fór með viðtali og yfirheyrslu i 3 stundum á viku bæði misserin yfir líffœrameinfrœði, II. b. sömu bókar notað við kensluna og farið yfir meltingarfæri frá haulum, þvagfæri, taugakerfi, getnaðarfæri, æðar og hjarta.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.