Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Side 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Side 10
8 Hæfileikarnir vaxa með erfiðleikunum. Verið því hugdjarfir og vonglaðir. »Brosið getur opnað Iiimnana ekki síður en tárin«. Munið það, bæði í sigri og ósigri, munið það staðfastlega, að þið eruð »ljóssins börn«, þá er öllu óhælt. Afhenti rektor því næst hinum nýju stúdentum borgara- brjefin, en á undan og eftir voru sungnir kaflar úr háskóla- Ijóðunum. III. Oerðir háskólaráðsins. Kosning varaforseta og ritara. Á fundi 23. októher 1925 kaus háskólaráðið prófessor Harald Níelsson varaforseta sinn, en prófessor Einar Arnórsson ritara. Tillögur um fjármál. Stjórnarráðið hafði með brjefi, dagseltu 19. október 1925, óskað eftir tillögum háskólaráðs- ins um breytingar þær, er nauðsyn þætti að gerðar væru á fjárveitingum til háskólans í næstu fjárlögum. Iláskólaráðið samþykti á fundi 23. okt. svohljóðandi til- lögu um breytingu við 14. grein fjárlaganna, B. I. d og e: Talið með tilliti til nemendaíjölda, að ekki verði komist af með minna eu kr. 31,000 — ef nemendur eiga að fá slikan styrk, sem háskólaráðið stakk upp á í fyrra og veiltur var á fjár- lögum fram til 1925. — Þar af sjc húsaleiguslyrkur 12,000 kr. og námsstyrkur 19,000 kr. Húsnæði háskólans. Háskólaráðið fól á fundi 20. nóv. 1925 rektor að tjá forsætisráðherra, að til vandræða horfði um húsnæði háskólans. Kenslustofur eru orðnar of fáar, húsnæði vantar mjög tilfinnanlega til handbókasafns há- skóladeildanna og fyrir bókagjafir þær, sem háskólanum berast.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.