Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Page 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Page 12
10 skildu að sjalfsögðu, að leitað sje samþykkis ræðumanna til útvarps í hvert skifti. Minningarrit Jóns Sigurðssonar. Háskólaráðið samþykti á’ fundi 16. april 1926 að kjósa 3 menn í nefnd, til þess að gera tillögur um framkvæmd á ályktun háskólaráðs fyrra ár, sjá Árbók háskólans fyrir 1925, bls. 13, um minningarrit þetta. 1 nefndina voru kosnir prófessorarnir Einar Arnórs- son, Sigurður Nordal og Páll E. Ólason. Stúdentspróf. Alþingismenn Eyfirðinga báðu í brjefi dags. 5. mai 1926 um álit háskólaráðs um það, hvort nokkuð sje því til fyrirstöðu frá sjónarmiði háskólans, að gagnfræða- skólanum á Akureyri verði veittur rjettur til þess að út- skrifa slúdenla. Á fundi háskólaráðs 12. maí var, með 3 at- kv. gegn 2, samþykt svofeld tillaga: »Ef sama eftirlit er haft með stúdentsprófi á Akureyri og í Reykjavík, sjer háskóla- ráðið ekkert athugavert við það, að Akureyrarskóli fái rjett til að útskrifa stúdenta, svo framarlega sem það verður ekki talið koma í bága við háskólalögin«. Tveir háskóla- ráðsmenn voru samþykkir eftirfarandi tillögu: »Jafnskjótt sem Akureyrarskóli fær svo góða kenslukrafta sem Reykja- víkurskóli, virðist mega telja Akureyrarskóla jafngildan Reykja- vikurskóla, og mundu þá stúdentar frá Akureyri fullnægja skilyrðum háskólalaganna«. IV. Kennarar háskólans. Fastir kennarar voru: í guðfræðisdeild: Prófessor Haraldur Níelsson, prófessor Sigurður P. Sívert- sen og dósent Magnús Jónsson.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.