Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Page 32

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Page 32
30 Verkefni i höfuðritgerð var: Sigurður Breiðfjörð. Til skriflegs prófs: Málfræði: Hljóðskifli í germönskum málum. Bókmenlasaga: Bókmentastarfsemi i Þingeyraklaustri. Saga: Þorlákur helgi. 1 fyrirlestur: Bjarni Thorarensen. VIII. Doktorskjör og doktorspróf. Heimspekisdeild. Heimspekisdeildin samþykti á fundi 19. des. 1925 að kjósa Hannes þjóðskjalavörð Þorsteinsson doctor philosophiæ honoris causa, á Þorláksmessu 1925, með þeim formála, sem hjer segir: Ættvísi og mannfræði hafa löngum verið höfuðuppistaðan i söguiðkunum Islendinga. í þeim greinum hefir þó enginn hvorki fyrr nje síðar, lagt fram meira í rannsóknum, en Hannes þjóðskjalavörður þorsteinsson. Ilafa þær birst í mörgum ritum frá hendi hans, bæði smáum og stórum; má t. d. benda á hina miklu viðauka hans og athugasemdir við Sýslumannaævir Boga Benediktssonar. Höfuðverk hans í þessum greinum, aÆvisögur lærðra manna íslenskra«, er þó enn óprentað; er það mikið ritverk, geysilega fróðlegt og nákvæmt, enda stutt fyrst og fremst við skjöl og hinar fylstu frumheimildir. Frá hendi hans liggja og merk rit önnur, er varða bókmentir þjóðarinnar beinlinis, sögu landsins og staða- og örnefnalýsing. Ýms merk fræðirit hefir hann og búið undir prentun og gefið út, t. d. islenska annála síðari alda. Loks má og framar öðrum þakka honum þær horfur, sem eru á heillavænlegum úrslilum um kröfur lslendinga lil skjala og handrita úr söfnum Dana; atorka hans og nákvæm

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.