Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Page 43

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Page 43
41 XIII. Látinn háskólakennari. Bjarni Jónsson frá Vogi, kennari í latínu og grísku. Bjarni Jónsson frá Vogi var fæddur í Miðmörk undir Eyjafjöllum 13. okt. 18G3 og voru foreldrar hans: síra Jón Bjarnason og kona hans Helga Árnadóttir. Fluttist hann með íoreldrum sínum fjórum árum síðar að Prestsbakka í Hrúta- firði, síðan að Ögurþingum 1871 og að Skarðsþingum 1873. Dvöldust þau þar um 18 ár og bjuggu í Vogi, og kendi Bjarni sig við það heimili síðar. Bjarni var seint settur lil menta, var hann rúmlega tvi- tugur, er hann kom í þriðja hekk latínuskólans og útskrifað- ist hann þaðan 1888 með ágætum vitnisburði. Síðan nam hann málfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lagði eink- um stund á latinu, grisku og þ57sku, og lauk hann kennara- prófi 1894 Bjarni var frábær námsmaður á skólaárum sín- um og hneigðist hugur hans snemma að skáldskap og ger- manskri fornfræði. Kyntist hann á háskólaárunum einkum þýskum skáldskap, dvaldi um hríð í t’ýskalandi og mælti manna hest á þýska tungu. Að afloknu námi sneri hann lieim til íslands og gerðist kennari við latínuskólann 1895— 1905. Ilann varð að láta af slarfi þessu vegna ósamkomu- lags við yfirboðara sína, reyndist hann þó ágætis kennari og um það bar volt hið hlýja hugarfar lærisveina hans, er hann naut alla æfi, og virðing sú, er honum var sýnd, er hann fór frá skólanum. Um þelta leyti var hann farinn að fást við stjórnmál og var hann kosinn á þing í Dalasýslu 1908, og var hann alla tíð þingmaður Dalamanna, uns hann ljest 18. júlí 1926. Bjarni lagðist fast gegn tillögum millilandanefndarinnar 1908 og átti hann mestan og hestan þátt í sjálfstæðisbaráttu Is- lendinga, er háð var eftir þenna tíma og fram til 1918, er samningar lókust um fullveldisviðurkenningu íslands af liálfu Dana og sat hann í þeirri nefnd, er kom þeim samningum á. Áður hafði hann verið viðskiftaráðunautur íslands nokkur G

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.