Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 42

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 42
40 áhrifum á aðra fræðimenn á margvíslegan hátt eflt viðgang norrænna fræða. í ritum lians helzt í hendur óvenjulega víð- tæk og örugg þekking við frábæra skarpskyggni, hugkvæmni og getspeki. Magnus Olsen sótti ísland heim skönnnu eftir að hann tók við emhætti og lærði þá ágætlega að mæla á ís- lenzka tungu, en í annað sinn kom hann liingað 1929 sem gestur Háskóla íslands. Bera öll verk lians og starfsemi órækt vitni um ágæta þekkingu á nútímamáli voru og menningu og ræktarsemi lians við land vort og þjóð. Af öllum þessum rökum verður hann að teljast maklegur hverrar þeirrar sæmdar, sem mest verður veitt fyrir afrek í íslenzkum fræðum. XI. LÁTNIR HÁSKÓLAKENNARAR Kennarinn í tannlækningum Vilhelm Georg Theodor Bernhöft andaðist þ. 26. júní 1939. Hann var fæddur 5. jan. 1869. Foreldrar hans voru Vil- lielm G. T. Bernhöft bakari í Reykjavík, og kona hans Jó- hanne Louise Bertelsen. Bernhöft tók stúdentspróf 1890 og útskrifaðist úr Læknaskólanum 28. júní 1894. Hann sigldi siðan til Kaupmannahafnar og lærði tannlæknisfræði. Þ. 1. ágúst 1896 settist hann að í Reykjavík sem tannlæknir. Var honum veittur nokkur styrkur úr landssjóði með því skil- yrði, að liann hefði á hendi kennslu í tannlækningum við Læknaskólann og síðar við Háskólann. — Hann lcvæntist 26. sept. 1900 Kristínu Þorláksdóttur Johnsen. Börn þeirra eru: Guido stórkaupmaður, Gotfred sölumaður, Sverrir stórkaup- maður, Ivristín gift Gunnlaugi Péturssyni lögfr. og Jóhanna Ingihjörg, gift Agnari Norðfjörð hagfr. Það má með nokkrum sanni segja, að V. Bernhöft væri fyrsti tannlæknirinn hér á landi. Að vísu liafði danskur tann- læknir (Nicolin) dvalið hér um tíma, en starf lians var i mol- um og ekki síður Páls Þorkelssonar gullsmiðs, sem vann hér um tíma að tannsmíði. Bernhöft hætti því úr mikilli nauð- syn manna, er liann tók hér til starfa, og leitaði fjölda manna

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.