Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Page 44

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Page 44
42 tónlist og skyldum störfum allan daginn, en við kóræf- ingar eða tónsmíðar á kvöldin, oft langt fram á nótt. í rauninni má það teljast furða, að Sigfús skuli liafa getað afkastað jafn miklum og' góðum tónverkum og raun varð á, því að það vita allir, sem gefa sig að tónsmíðum, að ekkert annað starf krefst jafn mikillar einbeitni liugans og næðis. Hér er ekki rúm til þess að rekja æfiferil Sigfúsar, nema í stórum dráttum. Hann var fæddur á Eyrarbakka árið 1877, gekk i latínuskólann i Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1898. Hann sigldi til Hafnar með það fyrir augum að nema jus, og enda þótt hann hefði þegar á barnsaldri tekið að iðka tónlist upp á eigin spítur, var það ekki fyrr en á Hafnarárnnnm, að hann áttaði sig á því, hver köllun hans var. Hann stjórnaði þar um tima íslenzkum stúdentakór, sem söng við ágætan orðstír víða í Danmörku og var jafnað til heztu finnskra kóra. Það var og um þetta leyti, sem at- hygli hans vaktist á islenzku þjóðlögunum, en þau voru drjúgur þáttur i öllum tónsmíðum hans jafnan síðan. Sigfús fluttist lieim árið 1906 ásamt konu sinni, frú Valborgu, sem hefir á sínu sviði unnið engu ógagnlegra starf í þágu tón- listar hérlendis en maður hennar. Starfsemi Sigfúsar hér heima er allt of kunn, til þess að hér þurfi að rekja hana, en ég vil þó stikla á stórum steinum og minna á karla- kórinn „17. júní“, á utanfararkórinn 1929 og sigurför lians, kórinn „Heimi“, „Illjómsveit Reykjavíkur“, sem Sigfús stofnaði, á hina ágætu stjórn hans á tónlistarmálum Al- þingishátíðarinnar 1930 o. fl. Sigfús Einarsson var maður yfirlætislaus mjög í allri um- gengni og harst ekki mikið á, og þetta einkenndi líka alla list lians. Hann var jafn fjarri ofsa og „simili“-hetjuskap Wagners eins og fjálgleik Puccinis. Ilann var alþýðlegur í hezta skilningi — en er það ekki þetta sem einkennir okkur allar norrænu þjóðirnar, og gerir það að verkum, að „stóru“ þjóðirnar líta niður á okkur? Við höfum mestu andstyggð á öllum aflraunum í andlegu lífi. Við smáþjóð-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.