Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 64

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 64
62 Til þess ber fyrst að nefna hátíðahöldin 1. des. í tilefni 20 ára af- mælis íslenzks fullveldis urðu hátíðahöldin að þessu sinni nokkuð umfangsmeiri en áður, en þó með svipuðu sniði. Af svölum Alþingis talaði Pétur Magnússon, hæstaréttarmálaflutningsmaður. Þá var og farin skrúðganga stúdenta að leiði Jóns Sigurðssonar. Tóku íþrótta- menn þátt í þeirri göngu. Þar flutti formaður Stúdentaráðs stutta ræðu og lagði blómsveig á leiði forsetans. Þá var og flutt af formanni Stúdentaráðs ávarp stúdenta og var þvi útvarpað. Austurvöllur og standmynd Jóns Sigurðssonar voru skreytt fánum. Þá var og Alþingishúsið fánum skreytt. Stúdentablaðið kom út stærra en áður og nær eingöngu helgað full- veldisafmælinu. Þátttaka stúdenta í hátíðahöldunum var almennari en áður. Naut Stúdentaráðið nokkurs styrks frá ríkissjóði og bæjarstjórn Reykjavíkur til hátiðahaldanna. Útvarpskveldi háskólastúdenta gekkst ráðið fyrir síðasta vetrardag. Voru þar flutt ávörp og erindi, söngur og gamanþáttur. Þá hafði Stúdentaráðið forgöngu um þátttöku isl. stúdenta í Nor- rænu stúdentamóti, er haldið var i Oslo, dagana 23.—27. júní. Enn- fremur átti ráðið fulltrúa sem observatör við hina Alþjóðlegu aka- demisku vetrarleiki, sem haldnir voru að þessu sinni i Þrándheimi. Þótti ekki tækt að senda þátttakendur héðan að heiman til þátttöku í leikjunum. Fjárhagur Stúdentaráðsins var góður ó árinu. Ágóði af hátíðahöld- unum 1. des. varð í bezta lagi, eða ca. 1900 kr. í sjóði við lok starfs- árs voru kr. 4509.10. Útistandandi skuldir voru rúmar kr. 1000.00. Á árinu hafði ráðið og eignazt ýms nauðsynleg skrifstofugögn, svo sem vandaðan skjalaskáp og ritvél. Auk þess, sem hér hefir verið talið, hafði Stúdentaráðið með hönd- um ýmislegt fleira, bæði varðandi hagsmunamál stúdenta almennt og framkomu fyrir þeirra hönd út á við. Reykjavik, 1. desember 1939. Sigurðar Bjarnason.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.