Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Blaðsíða 64

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Blaðsíða 64
62 Til þess ber fyrst að nefna hátíðahöldin 1. des. í tilefni 20 ára af- mælis íslenzks fullveldis urðu hátíðahöldin að þessu sinni nokkuð umfangsmeiri en áður, en þó með svipuðu sniði. Af svölum Alþingis talaði Pétur Magnússon, hæstaréttarmálaflutningsmaður. Þá var og farin skrúðganga stúdenta að leiði Jóns Sigurðssonar. Tóku íþrótta- menn þátt í þeirri göngu. Þar flutti formaður Stúdentaráðs stutta ræðu og lagði blómsveig á leiði forsetans. Þá var og flutt af formanni Stúdentaráðs ávarp stúdenta og var þvi útvarpað. Austurvöllur og standmynd Jóns Sigurðssonar voru skreytt fánum. Þá var og Alþingishúsið fánum skreytt. Stúdentablaðið kom út stærra en áður og nær eingöngu helgað full- veldisafmælinu. Þátttaka stúdenta í hátíðahöldunum var almennari en áður. Naut Stúdentaráðið nokkurs styrks frá ríkissjóði og bæjarstjórn Reykjavíkur til hátiðahaldanna. Útvarpskveldi háskólastúdenta gekkst ráðið fyrir síðasta vetrardag. Voru þar flutt ávörp og erindi, söngur og gamanþáttur. Þá hafði Stúdentaráðið forgöngu um þátttöku isl. stúdenta í Nor- rænu stúdentamóti, er haldið var i Oslo, dagana 23.—27. júní. Enn- fremur átti ráðið fulltrúa sem observatör við hina Alþjóðlegu aka- demisku vetrarleiki, sem haldnir voru að þessu sinni i Þrándheimi. Þótti ekki tækt að senda þátttakendur héðan að heiman til þátttöku í leikjunum. Fjárhagur Stúdentaráðsins var góður ó árinu. Ágóði af hátíðahöld- unum 1. des. varð í bezta lagi, eða ca. 1900 kr. í sjóði við lok starfs- árs voru kr. 4509.10. Útistandandi skuldir voru rúmar kr. 1000.00. Á árinu hafði ráðið og eignazt ýms nauðsynleg skrifstofugögn, svo sem vandaðan skjalaskáp og ritvél. Auk þess, sem hér hefir verið talið, hafði Stúdentaráðið með hönd- um ýmislegt fleira, bæði varðandi hagsmunamál stúdenta almennt og framkomu fyrir þeirra hönd út á við. Reykjavik, 1. desember 1939. Sigurðar Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.