Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Page 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Page 11
Kaflar úr ræðum rektors Háskóla íslands 9 almennrar háskólamenntunar í sumum greinum. Þess er skemmst að minnast að 500 ára afmæli Hafnarháskóla, sem var Alma Mater Islendinga öldum saman, var hátíðlegt haldið á þessu ári, m.a. hér í þessum sal. Ósjálfrátt rifjaðist þá upp aðbúnaður og kjör íslenskra námsmanna hér áður fyrr. Margt varð til að takmarka þann hóp, ekki einungis hve fáir komust til náms af fjár- hagsástæðum, heldur urðu mikil afföll meðal námsmanna, jafnvel vegna þess að íslensku stúdentarnir tóku bamasjúkdóma er þeir komu til annarra landa. Og ýmislegt hefur líka glapið fyrir þeim, og viðnáms- þrótturinn verið mismikill eins og gengur. Kjör námsmanna, kennara og allra Is- lendinga eru allt önnur nú. Það er þó sér- staklega á þessari öld sem stökkbreyting hefur orðið I þessum efnum. Nú getum við státað af hvoru tveggja, fornbókmenntum og góðum lífskjörum í frjálsu landi. Og þó vitum við ekki enn hvernig fyrir okkur fer. Þetta smávaxna samfélag er eins og til- raunastöð þar sem við leitumst við að standa sem traustast á eigin fótum, og spurning er hvemig til tekst. Það er ekki úr vegi að vitna hér til orða próf. Sigurðar heitins Nordals í Islenskri menningu, en síðan þessi orð voru rituð hefur margt áunnist í þjóðfélaginu: ..Hefði fornmenningin og fornbók- menntirnar verið eini tilgangurinn með sögu og tilveru Islendinga, hefðu þeir átt að deyja drottni sínum um 1400. Er það skipu- lagsleysi í rannsóknarstöðinni eða þrjósku sjálfra þeirra að kenna, að þeir lifðu af og lifa enn? Ekki er laust við, að þeim hafi verið fundið þetta til foráttu. Frændur þeirra á Norðurlöndum hafa stundum átt bágt með að fyrirgefa niðjum sagnaritaranna, að þeir skuli sitja yfir arfinum, sem hefði heldur átt að hverfa aftur í föðurgarð. Erlendum fomfræðingum þykir stundum síðari saga Islands skyggja á horfinn frama. Þeir líkja henni við langa og myrka nótt, og að minnsta kosti grúfir yfir henni myrkur þeirra eigin fáfræði. Sumum gestum, sem til „sögueyjarinnar“ koma, finnst jafnvel taka út yfirallan þjófabálk að þurfa að horfa upp á hinar lifandi kynslóðir, sem rekja ættir sínar til slíkra afreksmanna og spekinga sem fyrrum byggðu þetta land. Sjálfsagt er fyrir Islendinga að biðja allrar velvirðingar á þessu. ef það er breyskleika- synd sjálfra þeirra eða jafnvel þótt það sé gáleysi forsjónarinnar. En getur ekki líka verið, að varnir finnist í málinu: tilrauninni hafi ekki verið lokið? Víst er, að um margra aida skeið var ekki mulið undir íslendinga, svo að gruna mætti. að einhver undarleg rannsókn hafi verið á seyði. Þar var meðal annars svo um búið, að þjóðin gat ekki losnað við minningarnar um fortið sína. Bókmenntirnar brýndu sífellt fyrir henni að svíkja ekki upphaflega stefnu. Henni ógnaði sjálfri í aðra röndina að horfast í augu við forfeðurna og bera sig saman við þá. Hún leitaði gleymsku. ýmist í glórulausu striti eða fjarstæðum draumórum. En hún fékk engan svefnfrið. Einn meginþáttur forn- menningarinnar hafði verið af þeim toga spunninn, að girnd til metnaðar, drottnunar og allra farsællegra, veraldlegra hluta var sett í svo kröpp kjör, að hún leitaði sér ann- ars konar afrásar. Nú var enn miklu meir hert að. Hver varð árangurinn? Það er skylt að athuga. Var hann ekki annað en bók- menntir, sem heimurinn vill ekki líta við og yfirleitt standa fomritunum að baki, sjálf- menntun bláfátæks sveitafólks, sjálfstæðis- barátta vopnlausrar smáþjóðar, viðleitni til efnahagslegra umbóta í örsmáum stíl? Ekki annað? En hver veit, nema á þessum öldum komi í ljós dýpstu rök íslenskrar sögu, til- raun, sem á sér enn almennara gildi en hin fyrri? Þarna er að minnsta kosti hægt að athuga eitt fjarstæðasta dæmi menningar- starfsemi, sem sögur fara af. Hér er þjóð, sem býr við þá örbirgð, að hún ætti ekki að leyfa sér að sinna neinu öðru en því, sem verður í askana látið. En hún virðist samt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.