Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 14
12 Árbók Háskóla íslands verðbólgan skerði námslán, og erfiðara verði að fá þau af hennar sökum. Ekki er heldur að sjá að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattalögum og launakerfi á undanförnum árum séu lang- skólanámi í vil. Enginn vafi er á því að þetta getur haft þær afleiðingar, þegar til lengdar lætur, að draga okkur niður á lægra menn- ingar- og lífskjarastig en ella. Því ríður á að þið kandídatar góðir snúist á sveif með þeim sem á undan hafa gengið við að sæma gildi menntunar, samviskusemi og frumkvæðis. Hafið þökk fyrir samveruna, og ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar allra heilla á lífsins braut. Guð og gæfan fylgi ykkur. Úr ræðu rektors á háskólahátið 28. júní 1980 Herra forseti Islands, forsetafrú, ráðherr- ar, ágætu gestir. Ég býð ykkur öll velkomin til þessarar athafnar í nafni Háskóla íslands. Nemendafjöldi og starfslið Nemendum háskólans fjölgaði á þessu háskólaári um 10,4%, eða um 302, úr 2896 í 3198. Er þetta mikil breyting miðað við undanfarin þrjú ár, en þá stóð fjöldi nem- enda nokkurn veginn í stað. Nokkrir valinkunnir kennarar hafa látið af störfum fyriraldurssakirogkann ég þeim bestu þakkir fyrir verk þeirra. Um leið býð ég nýja starfsmenn velkomna. Rekstur Háskóla íslands Sakir erfiðrar stöðu þjóðarbúsins hafa sárafáar nýjar stöður fengist til háskólans undanfarin ár. Veldur þetta síauknum vandkvæðum, ekki síst vegna hinnar miklu fjölgunar nemenda á sl. vetri, sem áður er getið. Fastir kennarar við háskólann eru nú 226, þar af 56 í hlutastöðum og 7 erlendir lekt- orar. Stundakennarar eru hins vegar á átt- unda hundrað. Enn fremur er athyglisvert að þessir stundakennarar eru ekki alls kostar sambærilegir við stundakennara í er- lendum háskólum. Þar eru þeir yfirleitt menn í framhaldsnámi, sem eru á staðnum og stunda rannsóknir jafnhliða. Okkar stundakennarar eru oftast í starfi hjá öðrum stofnunum eða fyrirtækjum, en sumir hverjir hafa stundakennslu að aðalstarfi. Vitaskuld er það mikill kostur og verður alltaf nauðsynlegt fyrir háskóla í fámennu þjóðfélagi að geta nýtt kosti sérhæfingar- innar og leitað í talsverðum mæli til kunn- áttumanna utan hans. En í öllu má ofgera. Ríkjandi fyrirkomulag gerir bæði háskól- anum og stundakennurum lífið erfitt. Þeir nýtast ekki háskólanum sem skyldi, þar sem þeir eru ekki á staðnum, og þeir hafa fæstir aðstöðu til rannsókna, en þær eru nauðsyn- legur þáttur til að halda sér við og auka þekkingarforðann. Háskólinn leggur því mikla áherslu á að fá fleiri fastar stöður í fjárveitingarbeiðnum fyrir árið 1981, jafn- framt því sem fjárveitingar til rannsókna verði auknar. Einnig þarf að fá viðurkenn- ingu fyrir hækkun rekstrarfjárveitinga al- mennt til samræmis við verðbreytingar milli ára. Framkvæmdir og skipulagsmál Framundan eru meiri byggingafram- kvæmdir á vegum háskólans en verið hafa í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.