Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 77
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
75
Námsbraut í hjúkrunarfræði
Þórólfur Þórlindsson prófessor kjörinn
fulltrúi háskólaráðs í stjóm námsbrautar í
hjúkrunarfræði til tveggja ára. 21.08.80
Námsbraut í sjúkraþjálfun
Haukur Þórðarson yfirlæknir endurkjör-
inn fulltrúi háskólaráðs í stjóm námsbrautar
í sjúkraþjálfun til tveggja ára. 09.06.80
Bréf mm., dags. 11. mars s.l., þar sem
greint er frá því, að ráðuneytið hafi fram-
lengt setningu Ellu Kolbrúnar Kristinsdótt-
ur í stöðu námsbrautarstjóra námsbrautar í
sjúkraþjálfun um sex mánaða skeið frá 1.
apríl að telja. 10.04.80
III. Próf og kennsla
Lagt fram bréf mm., dags. 8. þ.m. Er þar
sent til umsagnar bréf fjármálaráðuneytis-
ins, fjárlaga- og hagsýslustofnunar, dags. 30.
okt. s.l„ varðandi athugun á möguleikum til
að draga úr kennslukostnaði í Háskóla ís-
•ands. Jafnframt er minnst á bréf mm., dags.
4. febrúar 1976, um könnun á nýtingu
kennslukrafta við háskólann.
I bréfi fjárlaga- og hagsýslustofnunar eru
nokkrar leiðir til hugsanlegs sparnaðar
nefndar, svo sem að halda námskeið
sjaldnar en á hverju ári, aukning sjálfsnáms
nemenda, niðurfelling kennslu á námskeið-
ntn, sem færri en fimm sækja, stærð hópa í
dæmatímum og verklegri kennslu, og í því
sambandi hvort fjölgun kennslutækja
myndi ekki gera mögulegt að stækka hópa í
verklegum æfingum og fækka þannig end-
urtekningum, svo að lækkun kennslukostn-
aðar myndi rúmlega vega upp aukinn
kostnað vegna kennslutækjanna. 22.11.79
Kennslustjóri skýrði frá því, að nú er í
fyrsta sinn fylgt ákvæðum reglugerðar um
frest stúdents til að segja sig frá prófi, þó
þannig, að fullnægjandi sé talið, að úrsögn
hafi borist fyrir lok skrifstofutíma á 3. alnt-
anaksdegi fyrir prófdag.
Þá skýrði hann frá því, að sjúkrapróf
væru almennt ekki leyfð á sama próftíma-
bili og veikindi verða á nema sérstaklega
standi á með lok áfanga eða aðra sambæri-
lega hagsmuni. Sjúkrapróf verði almennt
haldin að hausti. 14.05.80
IV. Fjármál og byggingamál
Happdrætti Háskóla (slands
Lagður fram ársreikningur Happdrættis
Háskóla íslands fyrir árið 1979. Reikning-
urinn samþykktur einróma.
Kjör stjórnar Happdrættisins svo og end-
urskoðenda til eins árs: Stjórnin var endur-
kjörin, en hana skipa Guðmundur Magn-
usson rektor, Ragnar Ingimarsson prófessor
og Bjöm Bjömsson prófessor. Endurskoð-
endur voru einnig endurkjömir, en þeir eru
Atli Hauksson og Ólafur Magnússon.
21.08.80
Ólafur Magnússon, er endurkjörinn var
endurskoðandi Happdrættis Háskóla ís-
lands á síðasta fundi, hefir óskað þess að