Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 84

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 84
82 Árbók Háskóla íslands sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur var opnuð laugardaginn 28. júní 1980. Tónleikanefnd háskólans stóð fyrir fjöl- breyttu tónleikahaldi starfsárið 1979—80. Var nefndinni (11.09.80) veittur styrkur að upphæð 2 millj. kr. til starfsemi sinnar. Rektor tók þátt í hátíðahöldum í tilefni 150 ára afmælis Chalmers tekniska högskola í Gautaborg dagana 4.—5. nóvember 1979. Færði hann skólanum að gjöf frá Háskóla íslands þjóðhátíðarmynt, sem Seðlabank- inn gaf út árið 1974. Húsgögn Einars Benediktssonar skálds, sem háskólinn á úrdánarbúi hans, þarfnast algjörrar endurnýjunar. Talið er, að kostn- aður muni nema [g]kr. 3—4 millj. Háskóla- ráð samþykkti (07.02.80) að kaupa leður á húsgögnin og gera tilraun til endurnýjunar þeirra. Lyftan í aðalbyggingu háskólans þarfn- ast endurnýjunar, og nemur kostnaðaráætl- un við viðgerð hennar 13 millj. [g]kr. Heimsókn allra deildarforseta Kaupmannahafnarháskóla Eins og segir í Árbók Háskóla íslands 1976—79, var haldin samkoma í hátíðasal háskólans 29. apríl 1979 í tilefni 500 ára afmælis Kaupmannahafnarháskóla. Á samkomunni tilkynnti þáverandi rektor, prófessor Guðlaugur Þorvaldsson, að næsta háskólaár byði Háskóli Islands fimm fyrir- lesurum frá Kaupmannahafnarháskóla, ásamt eiginkonum þeirra, einum frá hverri deild, til vikudvalar og fyrirlestrahalds við Háskóla íslands í tilefni afmælisins. Há- skólaráð Kaupmannahafnarháskóla þekkt- ist boðið og ákvað, að deildarforsetar hinna fimm deilda háskólans skyldu fara í för þessa. Mánudaginn 21. apríl 1980 komu gest- irnir til landsins. Dvöldust þeir hér í eina viku, kynntust landi og lýð og stofnuðu til tengsla við starfsbræður sína í Háskóla ís- lands. Mun þetta í fyrsta sinn í sögunni sem allir deildarforsetar háskólaráðs Kaup- mannahafnarháskóla dveljast á íslandi samtímis. Fimm fyrirlestrar voru haldnir, einn í hverri deild, og voru þeir vel sóttir. Gestimir sóttu allir fyrirlestrana hver hjá öðrum, og var þannig stofnað til kynna yfir deilda- mörk. Fyrirlestrarnir voru sem hér segir: Þriðjudaginn 22. apríl kl. 10:30 1 lækna- deild, prófessor, dr. med. Olav Behnke: Sundhed, ökonomi og lœgeuddannelse, flutt- ur í fyrirlestrasal í Landspítala. Miðvikudaginn 23. apríl kl. 10:15 í guð- fræðideild, prófessor, dr. theol. Leif Grane: Den politiske og juridiske baggrund for den Augsburgske bekendelse 1530, fluttur í V. kennslustofu háskólans. Sama dag kl. 15:15 í verkfræði- og raun- vísindadeild, lektor, dr. phil. Claus Nielsen: Dvrerigets slœgtskabsforhold, fluttur í Lög- bergi. Sama dag kl. 17:15 í lagadeild, prófessor, dr. jur. H. Gammeltoft-Hansen: Asylret, fluttur í Lögbergi. Föstudaginn 25. apríl kl. 17:15 1 félags- vísindadeild, prófessor, dr. phil. O. Karup Pedersen: Dansk udenrigspolitik — fra neutralitet til NA TO, fluttur í Lögbergi. Á öðrum degi heimsóknarinnar þáðu gestirnir hádegisverðarboð menntamála- ráðherra Ingvars Gíslasonar og konu hans, og síðdegisboð dönsku sendiherrahjónanna. Á þriðja degi var Stofnun Áma Magnús- sonar á íslandi heimsótt, handritin skoðuð og þáðar veitingar. Um kvöldið þann dag og næsta kvöld höfðu deildarforsetar Háskóla Islands boð inni á heimilum sínum fyrir starfsbræður sína og eiginkonur þeirra. Að morgni föstudags fóru gestirnir í Vestur- bæjarlaugina og dvöldu við mikla kátínu í hitapottinum í kafaldshríð, og þótti þeim slikt hið mesta undur. Á fimmtudagsmorgun, fjórða dag heim- sóknarinnar, var flogið til Vestmannaeyja um morguninn og skoðuð þar vegsummerki eldgossins undir leiðsögn Páls Zóphónías- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.