Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 81
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
79
VII. Málefni stúdenta
Fjöldatakmörkun í tannlæknadeild
Lagt fram bréf tannlæknadeildar, dags.
20. f.m. Leggur deildin til, að sex stúdentum
verði leyft að hefja nám á 2. námsári haustið
1980.
Lagt fram bréf fulltrúa stúdenta í há-
skólaráði, dags. I dag, þar sem lagt er til, að
ekki skuli beitt heimild til fjöldatakmarkana
í tannlæknadeild háskólaárið 1979—1980.
Lagt fram bréf landlæknis, dags. 12. þ.m.
Telur hann, að nú muni skorta um 40—50
tannlækna hér á landi til þess að þjónusta
megi teljast viðunandi.
Tillaga tannlæknadeildar var síðan borin
undir atkvæði og felld með 7 atkvæðum
gegn 5. Gunnar G. Schram og Björn
Björnsson gerðu þá grein fyrir atkvæði sínu,
að afstaða þeirra hefði af því mótast, að ráð
er fyrir því gert. að tannlæknadeild flytjist í
nýtthúsnæði um áramótin 1981/1982.
13.03.80.
Rektor lagði fram tillögu um, að 8
stúdentar fái að hefja nám á 2. námsári í
tannlæknadeild á hausti komanda, enda
hafi þeir náð tilskildum árangri í prófum 1.
námsárs. Tillagan var samþykkt með 7 atkv.
8egn 3. 23.04.80
Lagt fram bréf tannlæknadeildar, dags.
16. maí s.l. Mótmælir deildin harðlega þeirri
ákvörðun háskólaráðs, að átta stúdentum
skuli leyft að hefja nám á 2. námsári á hausti
komanda þrátt fyrir ítrekaðar rökstuddar
abendingar deildarinnar um óyfirstíganlega
erfiðleika samfara því að auka við fjölda
studenta í tæknilegu og klinísku námi við
núverandi húsnæðisaðstæður deildarinnar.
Lýsir deildin allri ábyrgð á hendur háskóla-
raði varðandi þá nemendur sem umfram
verða, fari svo, að fyrirhugað húsnæði
deildarinnar í byggingu 7 á Landspítalalóð
verði ekki tilbúið til afnota haustið 1981.
29.05.80
Fjöldatakmörkun í sjúkraþjálfun
Lagt fram bréf námsbrautarstjórnar í
sjúkraþjálfun, dags. 5. þ.m., þar sem lagt er
til, að 20 stúdentum verði heimiluð ný-
skráning í námsbrautina á þessu sumri.
Námsbrautarstjómin, Hannes Blöndal pró-
fessor, Ella Kolbrún Kristinsdóttir náms-
brautarstjóri og Haukur Þórðarson yfir-
læknir, komu á fundinn. Svöruðu þau
spurningum háskólaráðsmanna. Tillagan
var síðan borin undir atkvæði og samþykkt
samhljóða. 09.06.80
Félagsstofnun stúdenta
Stjóm Félagsstofnunar stúdenta alman-
aksárin 1980—81: Fulltrúar stúdenta:
Ragnar Ámason (til vara Gísli Pálsson),
Þorsteinn Bergsson (til vara Elísabet Guð-
björnsdóttir) og Pétur Þorsteinsson (til vara
Bolli Héðinsson). Fulltrúi menntamála-
ráðuneytis: Jón H. Karlsson viðskiptafræð-
ingur (til vara Gunnlaugur Sigmundsson).
Fulltrúi háskólaráðs: Stefán Svavarsson
dósent (til vara Pétur K. Maack dósent).
20.12.79 07.02.80 21.02.80
Háskólakórinn
Samþykkt að veita kr. 850.000 úr Há-
skólasjóði til greiðslu launa kórstjórans.
18.10.79
Tillaga um fundi háskólaráðs
Frásögn í Stúdentablaðinu 21. maí 1980
af atkvæðagreiðslu og umræðum í háskóla-
ráði.