Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 15
Kaflar úr ræðum rektors Háskóla íslands
13
sögu hans. Sem sjá má, rís nú hús fyrir
læknadeild og tannlæknadeild á Landspít-
alalóð, og nýlega hefur fengist byggingar-
leyfi fyrir svonefndu hugvísindahúsi á há-
skólalóð. Einnig bólar á Þjóðarbókhlöðu,
sem ákveðið hefur verið að steypa upp, en
hún mun nýtast háskólanum að hluta.
Fagna ber því sem vel gengur og vel er gert.
Fé til framkvæmda í þágu háskólans á
Landspítalalóð og háskólalóð kemur á
þessu ári sem undanfarin tvö ár einvörð-
ungu af tekjum Happdrættis Háskóla ís-
lands. Af þessu má ráða hvílíkur bakhjarl
happdrættið er háskólanum.
Á þremur næstu árum hefur fjárveit-
ingarvaldið heitið verulegum framlögum til
nýbygginga. Háskólinn er afar þakklátur
fyrir þetta og eygir með því von um að
brjótast út úr þeim húsnæðisþrengingum
sem hann er i og að geta sameinað kraftana,
en starfsemin er nú afar dreifð um borg og
bý.
Sérstök nefnd hefur unnið að skipulags-
málum á háskólalóð, og er fastlega vonast til
að unnt verði að fá samþykkt skipulag fyrir
lóðina á næsta ári.
Sjálfræði
Umsvif háskólans og stofnana hans í
rekstri eru umtalsverð í peningum reiknað
og mannahaldi. Ekki síst í sambandi við
stöðuveitingar og ráðstöfun fjár til rann-
sókna erháskólanum sjálfræði nauðsynlegt.
Eigi vilji hans að ráða verður hann jafnan að
taka ábyrgar ákvarðanir í eigin málum. Með
því getur hann sýnt festu og einurð þegar á
reynir.
Rannsóknir og þjónustustarfsemi
Sé rannsóknarátak mælt í fjárútlátum,
sýna tölur að hlutur háskólans í allri rann-
sóknarstarfsemi í landinu fer vaxandi. Þótt
erfitt sé að mæla nytsemi eða árangur
rannsókna, er fyllsta ástæða til að ætla að
veruleg fylgni sé milli kostnaðar og árangurs
þegar til lengdar lætur.
Gerðar eru kröfur til háskólakennara um
vísindalega hæfni og þeim ætlað að sinna
rannsóknum í starfi sínu. Allir gera þeir það
meira og minna, sumir meira, en aðrir
minna. Ástæðurnar eru margvíslegar.
Stundum er aðstöðuleysi Þrándur í Götu,
þar sem ýmsar rannsóknir krefjast mikils
fjár til tækjakaupa og þjálfaðs aðstoðar-
fólks. Stundum vantar þann neista sem já-
kvætt rannsóknarumhverfi tendrar. Tals-
vert af rannsóknum sem starfsmenn há-
skólans eiga óbeina aðild að fer að sjálf-
sögðu fram utan hans. Hérer um margstrent
mál að ræða sem ekki er unnt að gera við-
hlítandi skil á þessum vettvangi. en ég get
ekki látið hjá líða að nefna nokkur atriði
sem varða framtíð rannsókna í háskólanum.
í fyrsta lagi verður einstaklingurinn að
hafa hvata til dáða, örvandi andrúmsloft
utan skóla sem innan. Viðurkenning þjóð-
félagsins hefur þar oft mikil áhrif. Sam-
keppni um stöður og verðlaun fyrir árangur
halda mönnum við efnið. Síðast en ekki síst
er fjárhagsleg örvun mikils virði. I því fast-
launakerfi sem við búum við er erfitt um vik
í þessu efni. Þó hefur í kjarasamningum
fengist viðurkenning á umbun fyrir sérstök
rannsóknarverkefni. En betur má ef duga
skal, og háskólinn verður að móta kerfi sem
hvetur menn til rannsókna og það innan
vébanda skólans í ríkara mæli en verið hef-
ur.
í öðru lagi reynir sífellt meira á það að
hve miklu leyti og á hvaða sviðum háskólinn
á að leggja rækt við þjónusturannsóknir sem
tæknilega séð gætu verið framkvæmdar
annars staðar. Einnig þarf að ákveða og
samræma verðlagningu fyrirslíka þjónustu.
Talsverð starfsemi af þessu tagi á sér stað
þegar, sbr. Reiknistofnun háskólans, rann-
sóknarstofur í læknadeild, Líffræðistofnun
og Verkfræðistofnun, svo og Raunvísinda-
stofnun háskólans. í þessu sambandi vil ég
geta þess að Reiknistofnun háskólans hefur
nýlega stóraukið vélakost sinn, en um